fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Halldór mun ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd/DV

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefur ekki kost á sér til til setu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Halldór sendi frá sér fyrir stuttu.

Hann segir að hann hafi tekið ákvörðunina nú í ágúst:

Framundan er mikilvæg ákvarðanataka grasrótar Sjálfstæðisflokksins í borgarmálunum og sanngjarnt að mínu mati að afstaða mín sem núverandi oddvita til framboðs eða ekki framboðs liggi fyrir áður en þessi tilhögun framboðsmála er ákveðin,

segir Halldór. Hann segir borgarmálin vera skemmtilegan vettvang, en það sé ótal margt annað sem hann vilji fást við, en hann hefur starfað á vettvangi sveitarfélaga í 24 ár, þar af þrjú ár sem oddviti í Reykjavík:

Ég geri ráð fyrir að verða að störfum sem borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn þar til nýkjörin borgarstjórn tekur við í júní 2018. Kjósendur kusu mig til 4 ára og hyggst ég sinna því verkefni sem mér var falið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti