fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sandkassinn hættur

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Waage.

Vefurinn Sandkassinn mun hætta að birta nýtt efni frá og með deginum í dag, þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari Waage, sem var ritstjóri vefsins frá opnun hans 2013 til júlímánaðar 2017. Segir Gunnar að  álagið hafi verið gríðarlegt vegna hótana og skemmdarverka, þar að auki fari mikil vinna í vefinn. Einnig hafi það valdið honum vonbrigðum að árangur vefsins hafi ekki verið meiri, markmiðið hafi verið að berjast gegn rasisma, en nú sé rasismi og þjóðernishyggja í stórsókn:

Ég skal viðurkenna að mér þykir forvitnilegt að sjá hvernig mál munu þróast án Sandkassans. Ég er ánægður þegar ég lít yfir farin veg. Sandkassinn er og hefur verið harðlínumiðill og er ég sáttur við þá stefnu,

segir Gunnar í yfirlýsingunni. Gunnar og Útvarp Saga hafa lengi eldað grátt silfur. Segir Gunnar að á stöðinni þrífist hatursáróður en forsvarsmenn stöðvarinnar hafa sagt á móti að Gunnar fari fram með ærumeiðingar, rógburð og níð. Nýverið hefur Sandkassinn einnig átt í deilum við Ingu Sæland formann Flokks fólksins, var hún kölluð „nasista amma“ í grein á Sandkassanum og svaraði hún því fullum hálsi.

Sjá einnig: Lokað á Sandkassann vegna kvartana

Sjá einnig: Gunnar hætti sem ritstjóri eftir að hann kallaði Ingu Sæland „Nasista ömmu“

Sjá einnig: „Dómstólar munu kenna þessum manni að skammast sín“

Að lokum þakkar Gunnar stuðningsmönnum sínum, sérstaklega þeim Carynu Bolívar, Gunnari Hjartarsyni, Haraldi Davíðssyni, Kolbrúnu Ósk Óskarsdóttur, Semu Erlu Serdar formanns Solaris og Halldóri Auðari Svanssyni borgarfulltrúa Pírata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti