fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Áslaug Arna: „Enginn er að tala um einkaskóla“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður allsherjar- og menntamála Alþingis segir margt þurfa að huga að þegar menntakerfið sé skoðað, þar á meðal árangurstengd laun kennara og fjölbreytt rekstrarform. Áslaug hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ummæli sín í tíufréttum RÚV í gær þar sem hún sagði að ein leið til að bæta úr kennaraskorti sé að fjölga einkareknum grunnskólum landsins og breyta kjarasamningum grunnskólakennara. Sagði Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og grunnskólakennari, að hún hefði helgið af taugaveiklun vegna orða Áslaugar Örnu:

Ææ. Vesalings Sjálfstæðismenn að vita ekki betur,

sagði Líf á Fésbók. Áslaug segir hins vegar að það sé nauðsynlegt að ræða marga kima menntakerfisins og það sem hún hafi nefnt við RÚV hafi bara verið brotabrot af því sem þurfi að skoða:

Staðreyndin er sú að í landinu er nóg af lærðum grunnskólakennurum, þeir bara velja ekki grunnskólana sem starfsumhverfi. Á sama tíma viljum við fjölga kennaranemum. Það er því eðlilegt að við skoðum hvað sé til ráða og megum alls ekki vera hrædd við að ræða breytingar, því annars gerist ekkert. Ég er viss um að einungis flatar launahækkanir séu ekki nóg til að bregðast við vandanum,

segir Áslaug Arna á Fésbókarsíðu sinni, en Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara segir að laun kennara þurfi að hækka. Áslaug Arna segir að það þurfi að meta störf kennara að verðleikum:

Ég nefni því árangurstengd laun – þá rísa strax upp gagnrýnisraddir að það sé einungis byggt á árangri í einkunnum nemenda, þvert á móti – þegar ég opna á þessa umræðu á ég auðvitað við að það sé ekki aðeins lífaldur sem eigi að hafa áhrif á laun kennara, heldur meta mun fleiri þætti, þar gæti komið inní álag við fjölbreytta nemendahópa, t.d. vegna sérþarfa, meiri ábyrgðar, starfsreynslu, menntunar, hugmyndaauðgi og svo lengi mætti telja.

Varðandi fjölbreytt rekstrarform segir Áslaug að það sé til bóta að hafa meira val og bjóða upp á fjölbreyttara starfsumhverfi fyrir kennara að loknu námi:

Önnur lönd hafa sýnt að með fjölbreyttara rekstrarformi hefur náðst að bjóða uppá fjölbreyttara nám, kennara með hærri laun og nemendur koma enn betur út í samanburði. Það þarf líklega að árétta það aftur að enginn er að tala um einkaskóla eða neinn auka kostnað sem fellur á nemendur, heldur er einkarekstur þegar fé fylgir barni í sjálfstætt starfandi skóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti