fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur svarar Þorsteini: Hann þarf að losna við sína sérkennilegu fordóma í garð landbúnaðar

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir að Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra þurfi að losna við „hina sérkennilegu fordóma í garð landbúnaðar“. Líkt og Eyjan greindi frá í gær sagði ráðherra að tímabært væri að horfast í augu við þann mikla kostnað sem vernd gagn­vart sam­keppni á landbúnaðarafurðum valdi íslenskum neyt­end­um og það væri löngu tímabært að breyta fyrirkomulaginu. Sagði Þorsteinn að innkoma Costco á íslenskan markað hafi sýnt að erlend samkeppni veiti innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval.

Sjá einnig: Þorsteinn vill Costco-áhrif á íslenskan landbúnað

Sigmundur Davíð segir í færslu á Fésbók að það sé „alveg merkilegt hvað sumir loka augunum fyrir heildarmyndinni þegar þeir fjalla um landbúnað“:

Félagsmálaráðherra hefur tekið U-beygju í nokkrum stórum málum frá því í fyrra lífi sínu hjá SA. Nú þarf hann að fara að losna við hina sérkennilegu fordóma í garð landbúnaðar. Hvers vegna tekur ráðherra félagsmála allt í einu upp á því að hvetja til verksmiðjuvæðingar landbúnaðar og aukins innflutnings?,

spyr Sigmundur. Þorsteinn tali um almannahagsmuni og verðlag en gleymi að það sé stutt síðan að innlend matvæli héldu aftur af verðbólgu:

Ráðherrann virðist vera búinn að gleyma að það er stutt síðan innlend matvæli héldu aftur af verðbólgu samanborið við þau innfluttu og það er líka stutt síðan matvara var að jafnaði ódýrari á Íslandi en í Evrulandi. Síðan þá hefur krónan hins vegar styrkst mikið og vöxtum verið haldið óskiljanlega háum. Ef landið væri rekið meira eins og gott bú væri þetta ekki vandamál.

Auk þess tekur ráðherrann ekki verðmæti þúsunda starfa, undirstöðu byggðar í kringum landið, umhverfismála, menningar og meira en 1100 ára sögu með í reikninginn. Slík verðmæti virðast ekki passa inn í almannahagsmunatöflureikni ráðherrans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“