fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Þorsteinn vill Costco-áhrif á íslenskan landbúnað: „Það er löngu tímabært að breyta þessu“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir að fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði, ekkert náttúrulögmál sé að matvælaverð á Íslandi sé eitt það hæsta í heimi og koma Costco til landsins sýni fram á mikilvægi öflugrar samkeppni fyrir lífsskilyrði landsmanna. Í færslu sem Þorsteinn skrifar á Fésbók segir hann það löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem vernd gagn­vart sam­keppni á landbúnaðarafurðum valdi íslenskum neyt­end­um:

„Það er löngu tíma­bært að breyta þessu. Látum hags­muni almenn­ings ráða för,“

segir Þorsteinn. Hann segir erlenda samkeppni veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval:

Þau miklu áhrif sem innkoma Costco á íslenskan smásölumarkað hefur haft sýnir hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar. Áhrifa Costco gætir víða, hvort sem horft er til verðlagningar heimilistækja, hjólbarða, fatnaðar, eldsneytis eða matvæla. IKEA er annað dæmi um erlenda verslunarkeðju sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi og áhugavert verður að fylgjast með áhrifum H&M á íslenska fataverslun þegar fyrsta verslunin opnar síðar í þessum mánuði.

Segir Þorsteinn að við ættum sífellt að leitast eftir því að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja lágt vöruverð og sem mestan kaupmátt:

Um það eru flestir landsmenn vafalítið sammála. Við viljum að lífskjör hér á landi standist samanburð við nágrannalönd okkar á öllum sviðum samfélagsins, hvort sem horft er til launa, vaxtakostnaðar eða vöruverðs.

Ber hann saman matvælaverð á Íslandi við matvælaverð á hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og í Bandaríkjunum. Kemur þar fram að kostnaður á matarkörfu fyrir einstakling er mun lægri víða annarsstaðar en hér á landi, næst kemst verðið á matarkörfunni í Noregi en mestu munar á matvælaverði í Bretlandi, rúmar 24 þúsund krónur á mánuði, og á Íslandi þar sem matarkarfan kostar meira en helmingi meira. Segir Þorsteinn að fátt geti betur tryggt Íslendingum lægra matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði:

Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“