fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

16% landsmanna vill einkavæða RÚV

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. ágúst 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Um 23% Íslendinga eru ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar Maskínu.

Nærri helmingur finnst fjölmiðlar háðir hagsmunaaðilum

Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngra fólki finnst frekar að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir.

Mynd/Sigtryggur Ari

Langstærstum hluta finnst skipta miklu máli að fjölmiðlar séu óháðir, en rúmlega 87%, en  um 8% finnst það skipta litlu máli. Eftir því sem fólk verður eldra þeim mun mikilvægara finnst því að fjölmiðlar séu óháðir. Kjósendum Viðreisnar finnst skipta minna máli en kjósendum hinna flokkanna að fjölmiðlar séu óáhðir en kjósenum Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs og kjósendum Bjartrar framtíðar finnst skipta meira máli en kjósendum hinna flokkanna að fjölmiðlar séu óháðir.

5% kjósenda VG og Samfylkingarinnar vilja einkavæða RÚV

Tveir af hverjum þremur svarendum eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16% eru því hlynnt. Hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. Afstaða til þessa e r mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.

Könnunin var gerð dagana 12.til 17. júlí 2017. Svarendur voru 1.596 talsins á aldrinum 18 til 75 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“