fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

„Flokkur fólksins er eina stjórnarandstaðan á landinu í dag!“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkurinn hafi það fram yfir aðra flokka sem barist hafi fyrir alþýðuna á landi að í forystunni sé fólk úr alþýðunni. Flokkur fólksins mælist með yfir 8% fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir, en Inga segir það ekki sjálfsagt að flokkurinn taki sæti í ríkisstjórn, hægt sé að gera breytingar með því að vera í stjórnarandstöðu. Inga sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fyrsta verkefnið sé að afnema skatta á lægstu launin og hækka laun:

Hvernig í veröldinni dettur einhverjum í hug að skattleggja einstakling sem er með 176 þúsund krónur í laun?

Aðspurð  um hvernig hún hyggist gera það sagði Inga:

Eigum við ekki að biðja velferðarráðherra að redda þessu? Hann er að boða að hér í landinu séu meðallaunin 719 þúsund krónur á mánuði. Mikið afskaplega held ég að þessi þjóðfélagshópur, þessi þriðjungur þjóðarinnar sem er látinn sitja hér eftir og látinn líta út fyrir að hafi það mjög gott, yrði sáttur ef hann fengi að nálgast meðallaun,

sagði Inga. Til að ná fram kjarabótum þurfi að afnema verðtryggingu, keyra niður okurvexti og hækka laun. Hún ítrekar að hún skilji að fyrirtæki þurfi að vera rekin með hagnaði. Inga segir það mýtu að verðbólgan hækki ef laun yrðu hækkuð:

Þetta er bara mýta, þetta eru allt mannanna verk. Af hverju hækkar hún þá ekki þegar kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna um 200 til 400 þúsund krónur á mánuði? Þetta er bara mýta, þetta eru allt manna verk.

Hún segir reynslu í stjórnmálum ekki skipta máli þar sem ráðherrar njóti nú þegar álits sérfræðinga og ráðuneyti hafi greitt milljarða vegna þjónustu sérfræðinga. Aðspurð hvort kjósendur geti vænst þess að hún og Flokkur fólksins geti komið í gegn breytingum sem öðrum flokkum sem hafi kennt sig við alþýðuna hafi ekki tekist segir Inga:

Munurinn er á því kenna sig við alþýðuna og vera alþýðan eins og ég. Ég stend í nákvæmlega þeim skóm og búin að gera alla mína ævi, þess hóps sem ég er að berjast fyrir. Ég er varanlegur 75% öryrki með rúmar 200 þúsund krónur á mánuði, ég er að berjast fyrir þennan hóp, við viljum fá að taka þátt í samfélaginu og við viljum vera með. Og svo framarlega sem ég heiti Inga Sæland þá er að marka hvert einasta orð sem ég segi.

Það segi sig hins vegar sjálft að ef Flokkur fólksins tæki þátt í ríkisstjórn þá myndi hann þurfa að vinna með öðrum flokkum og gera málamiðlanir:

Við myndum þá sennilega aldrei fara í ríkisstjórn með einum eða neinum. Auðvitað verða breytingar, heldur þú að maður geti ekki hamast í stjórnarandstöðu? Litli Flokkur fólksins hann er eina stjórnarandstaðan í landinu í dag! Hinir eru allir í sumarfríi! Það er enginn að gera neitt, fara bara í langt langt sumarfrí, ofsalega gaman hjá þeim, en það þarf að vinna fyrir fólkið í landinu! Þessir einstaklingar eru kjörnir af okkur til að vinna fyrir okkur og þeir eru með ágætis laun. Þeir ættu að sýna sóma sinn í að vinna fyrir fólkið í stað þess að liggja og sóla á sér.. ég ætla ekki að segja það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“