fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Varaþingmaður: Skrifstofa Alþingis ekki samkvæm sjálfri sér

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Orri Valgarðsson segist hafa verið áminntur í desember síðastliðnum vegna myndatöku inn í þingsalinn.

Viktor Orri Valgarðsson varaþingmaður Pírata segir að svo virðist sem skrifstofa Alþingis sé ekki samkvæm sjálfri sér þegar kemur að því hvort bannað sé að taka myndir inn í þingsalinn eða ekki. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis sagði við Fréttablaðið í dag að strangt til tekið væri ljósmynd af Björtu Ólafsdóttur í þingsalnum ekki brot á reglunum, myndatökur í einkaþágu væru óheimilar í þingsalnum en það megi taka myndir inn í salinn úr hliðarsölum eða gangi.

Viktor Orri segir á Fésbók að þegar hann tók myndir inn um hliðarsalinn þá hafi hann fengið áminningu:

Svo virðist sem skrifstofa þingsins sé ekki samkvæm sjálfri sér varðandi þessar reglur. Ég fékk amk. frekar pirraða áminningu frá þingverði á sínum tíma þegar ég var að taka myndir inn um hliðarsalinn (og eftir að ég hafði birt eina slíka flipp-mynd sem rataði í DV) og lofaði að birta þær ekki opinberlega,

segir Viktor og vísar til myndar af honum sjálfum þegar hann „tók sæti á Alþingi“ í orðsins fyllstu merkingu þegar hann tók sæti á Alþingi í fjarveru Gunnars Hrafns Jónssonar.

Björt gerði grín að gagnrýninni í morgun og sagði að næst yrði hún með bindi til að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum en það gæti endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig. Stuttu síðar sagði Björt á Fésbók að hún skildi að fólk fyndist Alþingi helgur staður en ítrekaði að hún hefði ekki brotið neinar reglur. Viktor segir þetta ekki í lagi og það komi feðraveldinu ekkert við:

Sorrý, Björt, en þetta er eiginlega ekki í lagi og það hefur ekkert með feðraveldið að gera. Aðeins ráðherrar og þingmenn (og tilteknir starfsmenn þingsins) mega yfirhöfuð stíga inn í þingsalinn og þú hefur sérstakt aðgengi að honum í krafti pólitískrar forréttindastöðu þinnar. Að nýta það aðgengi til að auglýsa einkafyrirtæki í eigu vinkonu þinnar er ekkert annað en misbeiting á þeirri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“