Flokki fólksins tókst það sem Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssyni mistókst að gera, að ná til eldra fólks, öryrkja, sjúklinga og húsnæðislausra. Þetta segir Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri í grein á vefsíðu sinni í dag. Flokkur fólksins hefur verið á flugi í skoðanakönnunum og jók fylgi sitt úr rúmum þremur prósentum upp í 6,1%, þar að auki tókst flokknum að halda fjölmennt flokksþing í Háskólabíó að miðju sumri. Jónas segir að svo virðist sem Flokkur fólksins hafi tekist það sem Sósíalistaflokki Íslands, sem mælist ekki í könnunum, mistókst:
Inga Sæland flokksformaður náði saman skemmtilegu samspili í Háskólabíói. Talsmenn alvöru verkalýðsfélaga, öldunga og öryrkja komu þar fram. Fólkið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hatar, húsnæðislausir, öldungar, öryrkjar og sjúklingar,
segir Jónas um flokksþingið, hann bætir við:
Þarna var líka fólkið, er telur alls ekki sjálfsagt, að múslimar safnist fyrir á Íslandi. Fólkið, sem vill ekki múlti-kúlti Gunnars Smára og er stundum kallað rasistar. Samanlagt getur þetta fólk orðið nokkuð fjölmennt. Áhugavert verður að sjá, hvar flokkurinn dúkkar svo upp í pólitískra mynztrinu.