fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Flokki fólksins tókst það sem Sósíalistaflokknum mistókst

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, Jónas Kristjánsson og Gunnar Smári Egilsson. Samsett mynd/DV

Flokki fólksins tókst það sem Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssyni mistókst að gera, að ná til eldra fólks, öryrkja, sjúklinga og húsnæðislausra. Þetta segir Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri í grein á vefsíðu sinni í dag. Flokkur fólksins hefur verið á flugi í skoðanakönnunum og jók fylgi sitt úr rúmum þremur prósentum upp í 6,1%, þar að auki tókst flokknum að halda fjölmennt flokksþing í Háskólabíó að miðju sumri. Jónas segir að svo virðist sem Flokkur fólksins hafi tekist það sem Sósíalistaflokki Íslands, sem mælist ekki í könnunum, mistókst:

Inga Sæland flokksformaður náði saman skemmtilegu samspili í Háskólabíói. Talsmenn alvöru verkalýðsfélaga, öldunga og öryrkja komu þar fram. Fólkið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hatar, húsnæðislausir, öldungar, öryrkjar og sjúklingar,

segir Jónas um flokksþingið, hann bætir við:

Þarna var líka fólkið, er telur alls ekki sjálfsagt, að múslimar safnist fyrir á Íslandi. Fólkið, sem vill ekki múlti-kúlti Gunnars Smára og er stundum kallað rasistar. Samanlagt getur þetta fólk orðið nokkuð fjölmennt. Áhugavert verður að sjá, hvar flokkurinn dúkkar svo upp í pólitískra mynztrinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann