fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Inga Sæland í borgina

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 16:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins verður oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík á næsta ári. Inga staðfesti þetta við Vísi í dag.

Flokkur fólksins hefur sótt fram í könnunum og mælist nú með 6,1% fylgi í nýrri könnun MMR sem birt var í dag, er það meira fylgi en stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt framtíð sem næðu þar með ekki inn manni á þing ef kosið yrði í dag.

Frá fundi Flokks fólksins í Háskólabíó laugardaginn 15.júlí síðastliðinn.

Sjá frétt: Flokkur fólksins stærri en Viðreisn og Björt framtíð

Nýverið hélt Flokkur fólksins fund í Háskólabíó sem fylltist af fólki.

Sjá frétt: Inga Sæland fyllti nánast Háskólabíó

Segir Inga að fjöldinn sem mætti á fundinn sem og könnunin í dag sýni að flokkurinn sé að ná hljómgrunni meðal landsmanna:

Það sjá það allir. Gríðarlega vaxandi ójöfnuður og margir sem berjast í bökkum í þessu yfirlýsta allsnægtarástandi. Og margir búnir að fá nóg,“

segir Inga í samtali við Vísi. Hún segist ekki vera byrjuð að máta sig við þingmannastólinn en að flokkurinn ætli fram í Reykjavíkurborg með hana sem oddvita:

Ég er að bjóða mig fram sem oddviti í Flokki fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Við ætlum fram í sveitarstjórnarkosningum. Og ég verð í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið