fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hjólar í Kára og Gunnar Smára: Hugsa um rassgatið á sjálfum sér

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Gunnarson, Kári Stefánsson og Gunnar Smári Egilsson.

Börkur Gunnarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðar- og innkauparáði Reykjavíkurborgar lét þá Gunnar Smára Egilsson fyrrum ritstjóra Fréttatímans og Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar heyra það á Facebook síðu sinni í gær.

Tilefnið var frétt Eyjunnar um stórviðskipti Kára í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands en þar kom fram að fyrirtæki græddi þrjá milljarða króna í gengishagnað samkvæmt sérfróðum aðilum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra og núverandi þingmaður Framsóknarflokks tjáði sig um þetta í gær og skaut þar á Kára fyrir að hagnast gríðarlega á þessari umdeildu fjárfestingarleið en ausa sífellt úr skálum reiði sinnar yfir þá sem ekki leggi sitt til samfélagsins.

Nú hefur Börkur Gunnarson lagt orð í belg og segir hann á Facebook síðu sinni:

Afhverju eru það alltaf menn sem veifa sósíalískum fána sem eru hvað mest að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?

Gunnar Smári er gott dæmi, einhver mesti ævintýramaður í útrásinni sem hefur síðan fordæmt þá sem tóku þátt í útrásinni og er svo ósvífinn að hann mætir í viðtöl í útvarpinu og talar um að hinir hafi verið ógeð því þeir fóru með bólupeninga til útlanda á meðan hann var fremstur í flokki í því dæmi.
Þetta Káradæmi er ekki beint sörpræs.

Í ummælum við færslu Barkar er spurt hvort Kári sé í raun sósíalisti, er hann ekki flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum og þar með samflokksmaður Barkar? Það telur varaborgarfulltrúinn ólíklegt og segir:

Ég held hann hafi ansi oft sagt frá því að hann væri sósíalisti og ég hef aldrei heyrt hann segjast vera sjálfstæðismann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin