fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ábyrgð borgaryfirvalda mikil: Orðspor borgarinnar mun skaðast

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina hófst nýr kafli í sögu Reykjavíkurborgar þar sem mismunun var lögfest og allt gert til að gera erlendum gestum borgarinnar erfitt fyrir. Orðspor Reykjavíkurborgar mun skaðast þegar ferðamaðurinn þarf að klöngrast frá t.d. á sunnudagsnóttum til og frá Aðalstræti í gengnum skemmtanalíf miðborgarinnar með töskur sínar út að Tollhúsinu eða Ráðhúsinu til að komast i eða úr millilandaflugi.

Þetta segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grayline og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Tilefnið er bann Reykja­víkur­borg­ar við akstri hóp­ferðabif­reiða í miðborg­inni sem tók gildi um helgina. Nýtt kerfi svo­nefndra safn­stæða fyr­ir hóp­ferðabif­reiðar hefur verið tekið upp og nýj­ar merk­ing­ar sett­ar upp.

Bannsvæðið mark­ast af Frí­kirkju­vegi, Sól­eyj­ar­götu, Njarðargötu, Ei­ríks­götu, Baróns­stíg, Hverf­is­götu, Tryggvagötu, Geirs­götu, Ægis­götu, Túngötu, Suður­götu og Von­ar­stræti. Hægt er að aka um Lækj­ar­götu.

Safn­stöðvarn­ar eru tólf talsins og eru flest­ar við ytri mörk bannsvæðis­ins,  við Hall­gríms­kirkju, Tjörn­ina, Ráðhúsið, Safna­húsið og Hörpu. Hægt er að sækja ferðamenn og skila þeim á stöðvarn­ar.

„Ábyrgð borgaryfirvalda er mikil, orðspor og gestrisni borgarinnar er ein verðmætasta eign hverra borgar en meirihluta borgarstjórnar er alveg sama, þetta „rútufargan“ eins og einn forvígismaður borgarstjórnar orðaði svo huggulega skal víkja úr borginni með góðu eða illu. Góð þjónusta á sanngjörnu verði verður bönnuð í miðborg Reykjavíkur,“ segir Þórir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin