fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Inga Sæland fyllti nánast Háskólabíó

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 15. júlí 2017 23:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast fullsetinn salur Háskólabíós rétt áður en fundurinn hófst.

Nánast húsfyllir eða á bilinu 850 og 900 manns voru á fundi sem haldinn var í dag, laugardag, í Háskólabíói að frumkvæði Ingu Sæland formanns Flokks fólksins. Fundurinn stóð frá klukkan 14 til rúmlega 16.

Ræðumenn voru Inga Sæland, Ellert B. Schram formaður Félags eldri borgara, Ragnar Þór Ingólfsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Fundurinn fór fram undir heitinu „Sumarþing fólksins.“

Flokkur fólksins stóð fyrir og boðaði til Sumarþingsins. Það var hugsað sem hvatningarfundur í ljósi þess að 63 kjörnir fulltrúar á Alþingi sjá ekki ástæðu til annars en að drífa sig í langt, langt sumarfrí þrátt fyrir þunga undiröldu og ósk um réttlæti í samfélaginu,

segir Inga Sæland. Hún bætir því við að hún sé himinlifandi og þakklát fyrir það hve margt fólk sá sér fært að koma til þingsins, á þessum laugardegi í miðjum júlímánuði.

Þessi fjöldi sýnir mikla og sterka samstöðu. Þarna var mikil samstaða og baráttuvilji.

Á fundinum voru bornar fram ályktanir sem samþykktar voru einróma í lok hans:

Sumarþing fólksins haldið í Háskólabíói í Reykjavík þann 15. júlí. 2017 samþykkir:

  • Að skora á alla að sameinast í baráttunni um jafnari hagsæld fyrir okkur öll.
  • Byggjum saman nýtt og betra Ísland, þar sem fátækt er ekki skattlögð og fólki mismunað eftir efnahag og þar sem stjórnarskrárvarinn réttur okkar er ekki fótum troðinn af sitjandi ráðamönnum hverju sinni.
  • Nýtt Ísland þar sem okurvextir og verðtrygging lána heyrir sögunni til og öllum er gert kleift að koma sér upp þaki yfir höfðuðið.

Sumarþing fólksins ályktar:

  • Að lífeyrissjóðirnir sem eru eign fólksins í landinu, komi þegar í stað að fjármögnun a.m.k. 3000 2 – 3 herbergja íbúða fyrir þá sem lægst hafa launin, ásamt því að fjármagna uppbyggingu allra þeirra hjúkrunarheimila sem nauðsynleg eru talin til að uppfylla þá þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda.

Sumarþing fólksins ályktar:

  • Að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti stjórnvalda á lögþvinguðum lífeyrissparnaði og einnig lögmæti þess að skerða greiðslur almannatrygginga til lífeyrisþega á kostnað áður áunninna lífeyrisréttinda.

Sumarþing fólksins krefst:

  • Samstöðu allra Íslendinga um að fátækt og mismunun sé útrýmt með meiri ábyrgð þeirra sem stjórna, þannig að þeir vinni sem einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Í lok fundarins var síðan sunginn nýr baráttusöngur Flokks fólksins. Hann heitir „Einn fyrir alla, allir fyrir einn.“ Höfundur lagsins er Birgir Jóhann Birgisson og Kristján Hreinsson skáld samdi textann.

Lagið hefur reyndar þegar verið útsett og hljóðritað í stúdíói og þar syngur Inga Sæland sjálf eins og heyra má í þessu myndbandi:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann