fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Egill skoðaði reikning úr íslenskri sjoppu – Fór svo í sjoppu í Grikklandi og keypti það sama

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður. Samsett mynd/DV

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um álagningu á Íslandi og hvort Íslendingar séu að verðleggja sig af markaði. Í júní olli 1.190 króna rúnstykki með skinku og osti nokkru fjaðrafoki, en rúnstykkið reyndist ciabatta-brauð. Í dag hefur svo verið fjallað um tepoka sem kostuðu 400 krónur stykkið á hóteli á Austurlandi.

Um helgina fór á flug mynd af kvittun úr sjoppu á vinsælum ferðamannastað á Íslandi, á myndinni sést að viðkomandi hefur keypt tvær kókflöskur, sjö vatnsflöskur og tvö súkkulaðistykki, alls kostaði þetta 5.410 krónur.

Egill Helgason fjölmiðlamaður er nú staddur á Grikklandi, ákvað hann að skoða hvað þessar vörur kosta í sjoppu á vinsælum ferðamannastað þar:

Nú skal tekið fram að laun eru lægri á Grikklandi, kaupmáttur minni, en við erum samt á vinsælum ferðamannastað þar sem verðlag er eitthvað hærra en það myndi vera þar sem aldrei sjást túristar,

segir Egill á bloggi sínu hér á Eyjunni. Egill fór í sjoppu sem er opin fram á kvöld og keypti eftirfarandi vörur:

Ég fór í sjoppuna sem er opin hér fram á kvöld. Þetta var frekar einfalt.

Kók, hálfur líter, kostar 1 evru.

Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 50 sent.

Súkkulaðistykki, Lacta, mjög sambærilegt við Nóa Síríus, kostar 1.50 evrur.

Verðið á þessum vörum væri semsagt 8,50 evrur í Grikklandi, það er rétt um 1000 krónur. En í téðri sjoppu á Íslandi er verðið semsagt meira en fimm sinnum hærra, 5410 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi