fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Lestin frá Reykjavík til Keflavíkur mun taka 20 mínútur – Heildarkostnaður um 85 milljarðar

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 30. júní 2017 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fluglestin sem verður á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar kemur til með að kosta 85 til 87 milljarða í heild, þegar hún verður kláruð á næsta áratug mun fólk geta komist frá höfuðborginni til Keflavíkur á rúmum 20 mínútum. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær samstarfssamning um lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, hefur það þegar verið samþykkt af bæjaryfirvöldum í Garðabæ og á Suðurnesjum. Málið verður brátt tekið fyrir hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi og Hafnarfirði.

Þegar lestin verður fullkláruð á það að taka rúmar 20 mínútur að komast frá miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur. Mynd/Getty

Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að miðað sé við að endastöðin sé á BSÍ en hugsanlega verið stoppistöð í Smáralind. Lestin fer í göngum frá Staumsvík og næsta skref sé að gera jarðfræðirannsóknir. Göngin eiga að vera á 50 til 160 metra dýpi undir höfuðborginni, gerir Runólur ráð fyrir að rannsóknirnar taki rúmlega þrjú ár. Lestin á svo að vera ofanjarðar frá Straumsvík til Keflavíkur.

Runólfur gerir ráð fyrir að stök ferð til Keflavíkur muni kosta um 5 þúsund krónur:

Ódýrara verður ef keyptar eru ferðir fram og til baka. Svo er gríðarlegur fjöldi sem vinnur á flugvellinum og býr í Reykjavík og öfugt. Þeir farþegar myndu njóta allt annarra kjara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?