Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, standa fyrir markaði í dag milli kl. 17 og 20 til þess að safna fyrir fjölskyldur á flótta. Það eiga ekki allir peninga fyrir lögfræðiþjónustu, læknisþjónustu eða jafnvel matarinnkaupum þegar fjölskyldur á flótta detta úr þjónustu hjá Útlendingastofnun og vill Solaris aðstoða þá sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi og eru nú í neyð.
„Síðustu daga höfum við tekið við gríðarlega miklu magni frá almenningi af fötum á öll kyn og allan aldur, fallegum munum fyrir heimilið, stórum sem og smáum, bókum, spilum, skóm og öllu milli himins og jarðar, til þess að selja á markaðinum. Án velvilja fólks væri þetta ekki hægt,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.
Lifandi tónlist á staðnum
„Við tunglið erum nágrannar“ var samstarfsverkefni listkennslunema og fólks í hælisleitendastöðu á Íslandi í vetur. Hluti af hljómsveitinni mun spila á markaðinum í dag á milli kl. 17 og 18. Þau munu spila akústíska tóna frá Líbanon og öðrum Austurlöndum en fiðluleikarinn er íslensk, oud-spilarinn frá Líbanon og söngkonan frá Palestínu.
Mælt er með því að fólk mæti fyrr en seinna.
Markaðurinn verður haldinn í garðinum við Álfhólsveg 145 í Kópavogi, vinstra megin. Nóg er af bílastæðum á móti húsinu.
Við vonumst svo til þess að sjá sem flesta á markaðinum! Þetta er tilvalið tækifæri til þess að versla á góðu verði og styrkja mikilvægt málefni á sama tíma, njóta ljúfrar tónlistar og samveru hvors annars,