Útlendingastofnun mun endurskoða ákvörðun sína um að synja fjárfestinum Bala Kamallakharaner um íslenskan ríkisborgararétt. Samkvæmt fréttatilkynningu vegna málsins er stofnunin nú að skoða hvort upplýsingar sem lögreglu um Bala séu réttar en hann sagði sjálfur á Fésbók að hann hafi verið sektaður fyrir hraðaakstur í febrúar og því hafi honum verið synjað um ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa búið hér á landi í meira en áratug og eigi íslenska eiginkonu. Útlendingastofnun segir að ein sekt undir 50 þúsund krónum hafi ekki áhrif á umsókn um ríkisborgararétt, Mbl greindi svo frá því að eiginkona Bala hafi fengið sekt þegar hún keyrði á bílnum hans.
Sjá frétt: Fjárfesti synjað um ríkisborgararétt vegna einnar hraðasektar – Hefur búið á Íslandi í 11 ár
Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra tjáði sig svo um málið á Fésbók í dag, kvaðst ráðherra vera ánægður með að Útlendingastofnun endurskoði ákvörðun sína:
„Ánægjulegt að heyra að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Bala hefur lagt mikið til samfélagsins á þeim tíma sem hann hefur búið hér. Hann á ríkisborgararéttinn svo sannarlega skilinn.“