fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Ómar Ragnarsson: Við getum lært af Las Vegas

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson. Samsett mynd/DV

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður segir að Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta geti lært af bandarísku borginni Las Vegas. Las Vegas er heimsþekktur áfangastaður ferðamanna og vinsæll staður til að halda ráðstefnur, þá sér í lagi fyrir lögleg fjárhættuspil, skemmtikrafta og aðra afþreyingu, fyrir utan ljósadýrðina:

Ekki verður um það deilt að borgin Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum er einhver ofhlaðnasta og yfirgengilegasta borg heims. Upp úr miðri síðustu öld var hún orðin að miðstöð skemmtanalífs af öllum toga, – þar létu frægustu stjörnur kvikmynda, tónlistar og íþrótta ljós sitt skína,

segir Ómar á bloggsíðu sinni. Hann sjálfur ferðaðist þangað á sjöunda áratug síðustu aldar, þá var mjög dýrt að vera þar, svo dýrt að sólarhringurinn þar kostaði svipað mikið og New York, Washington, El Paso og Los Angeles til samans:

Að sönnu var ágætur gróði fyrir borgarbúa að gera borgina svona dýra, en þegar næst var komið til borgarinnar um síðustu aldamót, var þetta gerbreytt, og borgin hafði meðvitað verið gerð að mjög hagstæðum áfangastað og fjölskylduvænum.

Nú er gistingin ódýr og því er borgin orðin vinsælli og fáránlegri:

Orðspor er oft gulls ígildi og í Las Vegas hefur orðið mikil breyting á aðferðum við að laga orðsporið en fjölga jafnframt þeim sem finnst ágætt að setja sérkennilega upplifun af þessum sýningarsal fáránleikans í safn minninganna.

Ómar segir að sumir haldi því að fram að best sé að lokka hingað til lands ríkustu ferðamennina og reyna ná sem mestu af þeim, hann telur það ekki eftirsóknarvert:

Það getur verið neikvætt að gera allt svo dýrt, að ferðafólk verði að neita sér um margt það sem gæti eflt orðspor lands og þjóðar. Til dæmis að komast til staða eins og Veiðivatna, en þar var yndislegt að vera í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef