Fjárfestirinn Bala Kamallakharan fær ekki íslenskan ríkisborgararétt og verður vísað úr landi eftir að hafa búið á Íslandi í 11 ár. Ástæðan er hraðasekt sem hann fékk í febrúar þegar hann keyrði á milli Selfoss og Reykjavíkur.
Bala er upprunalega frá Indlandi, hann hefur mikið látið til sín taka í íslensku atvinnulífi síðastliðinn áratug, þar á meðal er hann fjárfestir og upphafsmaður Startup Reykjavík. Segir hann á Fésbókarsíðu sinni að hann hafi fengið að frétta í gær að hann fengi ekki íslenskan ríkisborgararétt:
Sem innflytjandi þá er ég stöðugt minntur á hve erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélag. Það sem veldur mér vonbrigðum er að innflytjendur þurfa að uppfylla aðrar kröfur. Ég hef alltaf vitað að ég er metinn út frá öðrum staðli. Það varð mjög augljóst í dag. Til allra innflytjenda og flóttamanna þarna úti, þetta er erfiður heimur fyrir okkur… verum róleg og berjumst til að skara fram úr.