fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

„Það hlýtur að vera gaman að fá eingreiðslu upp á 4,7 milljónir“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason.

Ríkisendurskoðandi fær rúmar 4,7 milljónir í eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launa, forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær að sama skapi rúmar fjórar milljónir króna. Þetta kemur fram í úrskurði Kjararáðs frá því í síðustu viku, RÚV greindi frá útreikningum BSRB sem sýna jafnframt að forsetaritari fær rúmar 1,8 milljón króna í eingreiðslu, Hagstofustjóri fær rúma 1,2 milljón króna og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar fær um 2,5 milljónir.

Egill Helgason fjölmiðlamaður segir að almennir launmenn fái sjaldnast eingreiðslu, hvað þá laun sín leiðrétt afturvirkt:

Það hlýtur að vera gaman að fá „eingreiðslu upp á 4,7 milljónir eins og ríkisendurskoðanda hlotnaðist. Fyrir það er til dæmis hægt að kaupa nýjan bíl eða fara í heimsreisu. Fyrir venjulegt fólk væri þetta eins og að vinna í lottói, en þar eru sigurlíkur sannarlega minni,

segir Egill í pisti hér á Eyjunni. Oft hafi menn furðað sig á úrskurðum Kjararáðs en ein réttlætingin fyrir hækkununum sé til að jafna kjörin við þá sem gegna sambærilegum störfum á einkamarkaði:

En er þá nokkurn tíma spurt um frammistöðu í starfi? Þeir sem vinna hjá einkafyrirtækjum eiga á hættu að missa vinnuna ef þeir standa sig ekki.

Við getum til dæmis tekið ríkisendurskoðandann sem fékk háu eingreiðsluna. Stofnun hans varð nýlega uppvís að ótrúlegu fúski þegar hún var fengin til að meta svik í bótakerfinu. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar voru upptakturinn að mikilli umræðu um svindl og svínarí meðal bótaþega. En svo var farið að athuga nánar og Kastljós upplýsti að skýrslan var lausleg þýðing á danskri skoðanakönnun.

Hefði máske mátt lækka ríkisendurskoðandann í launum í ljósi þessa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef