fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Í kröppum krónudansi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:

Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins.

Hæstu vextir í heimi og ófyrirsjáanlegar sveiflur örmynntarinnar herða að helstu vaxtargrein landsins, og ekki síst landsbyggðarinnar sem loks fékk tækifæri til fjölbreyttrar atvinnusköpunar í kringum ferðaþjónstuna. Ofan í slíka þróun er ekki skynsamlegt að hækka virðisaukaskattinn á greinina. Þó rök geti mögulega staðið til slíkra breytinga síðar, þegar jafnvægi og stöðugleiki hafa náðst eftir tímabil uppbyggingar og breytinga.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra og fyrrverandi ráðherra.

Í stað þess að tala með herskáum hætti um ferðaþjónustuna ættu stjórnvöld að standa með greininni og bakka hana upp. Ekki síst á meðan hún er að festa sig í sessi sem helsti atvinnuvegur landsins og sá sem skilar lang mestum gjaldeyri til þjóðarinnar.

Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að grannþjóðir okkar hafa í áratugi lagt lægra hlutfall virðisauka á ferðaþjónustuna. Þær helstar að jafna samkeppnisstöðu greinarinnar sem keppir hart um athygli ferðamanna.

Þá fylgja ferðaþjónustunni mörg og fjölbreytt tækifæri til nýsköpunar, hvort heldur er í sambandi við gistisölu, matreiðslu eða menningu. Sprotarnir eru óteljandi og fjöldi einyrkja um land allt sem nú sér fram á mögueika til þess að skapa sóknarfæri og ný störf.

Því er einboðið að fresta áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Það þarf að kortleggja áhrif þess miklu betur, enda virtist fjármálaráðherrann ekki búa yfir sannfærandi rökum um þessar breytingar nú þegar greinin stígur krappan dans út af krónunni. Sérstaklega ekki þegar horft er til samanburðar í öðrum löndum.

Greinin er leiðari Suðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef