fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Benedikt sannfærður um stuðning almennings: „Þess vegna hef ég lýst yfir stríði á hendur skattsvikum“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 23. júní 2017 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segist sannfærður um að almenningur styðji stríð hans gegn skattsvikurum. Meðal tillagna í skýrslu starfshóps ráðherra sem kynnt var í gær var að draga úr noktun peningaseðla og taka 10.000 króna og 5.000 króna seðla úr umferð, þar að auki verði sett hámarksupphæð á vörur og þjónustu sem má kaupa með reiðufé. Hugmyndirnar hafa verið harðlega gagnrýndar, einnig af stjórnarþingmönnum. Benedikt viðurkennir á Fésbók að hugmyndin um að draga úr noktun 10.000 króna seðilsins sé ekki að slá í gegn:

Hugmyndin um að hætta að nota 10 þúsund kallinn er sett fram til þess að minnka svarta hagkerfið eins og sumar aðrar þjóðir hafa gert, en hún slær greinilega ekki í gegn hér. Sem betur fer er af nógum öðrum hugmyndum að taka í skýrslunum,

segir Benedikt. Vill hann taka fram að hann sjálfur hafi ekki komið nálægt skýrslugerðinni og neitar hann að hafa gefið skipanir um niðurstöður,  hann sé þó mjög ánægður með niðurstöðurnar:

Meginatriðið er þetta: Allur almenningur er orðinn þreyttur á því að þurfa að borga fyrir kennitöluflakkara og þá sem fela sig skattaskjólum. Fyrir áttatíu milljarða gætum við t.d. byggt einn Landspítala á ári eða tvöfaldað framlag til samgöngumála. Jafnvel lækkað skatta svo um muni. Þó við náum ekki nema broti af þessu er baráttan þess virði.

Þess vegna hef ég lýst yfir stríði á hendur skattsvikum og ég er sannfærður um að allur almenningur styður þá baráttu.

Nefndi hann í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær að aðgerðirnar beindust ekki eingöngugegn skattsvikum, dæmi séu um að hryðjuverkamenn hafi flutt peninga til Íslands til þess að þvo þá:

Fyrir utan skattsvikin þá erum við oft að tala um hættulega glæpastarfsemi, eiturlyfjasölu, hryðjuverkastarfsemi og svo framvegis. Okkur finnst það svolítið fjarlægt en það hefur komið í ljós að það hafa komið upp dæmi þar sem menn halda að það sé verið að senda peninga til Íslands til þess að þvo þá og gera þá heiðarlega til að menn geti nýtt þá í vopnakaup og annað í hryðjuverkum. Það er mjög mikilvægt að ná tökum á þessu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí