fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín vill flugvöll úr Vatnsmýri: Að ætla annað er sóun á tíma og peningum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. júní 2017 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

„Framtíð innanlandsflugs er ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað er sóun á dýrmætum tíma og peningum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Twitter-síðu sinni.

Tilefnið er sú ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra að byggja nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og að skipa nefnd um framtíð innanlandsflugs og mögulega flugvallarkosti í því sambandi.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra.

„Ég hef alltaf sagt að ég sjái ekki annað en að langt sé í að ann­ar flug­völl­ur verði byggður. Þ.e.a.s. ef það er á annað borð ætl­un­in að byggja ann­an flug­völl ann­ars staðar en í Vatns­mýri. Það hef­ur eng­in ákvörðun verið tek­in um slíkt.

Ég lét vinna skýrslu um ör­ygg­is­hlut­verk Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem kem­ur út fljót­lega. Í mín­um huga er miðstöð inn­an­lands­flugs í Vatns­mýri,“ sagði samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. forsætisráðherra, furðar sig á enn einni nefndinni. Hann bendir á að áform nú um nýja flugstöð komi átján árum eftir að annar samgönguráðherra hafi sagt að framkvæmdir gætu hafist árið 2001.

„En í stað framkvæmda var ráðist í endalausar úttektir á því hvort Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera í Reykjavík. Samhliða því að áforma byggingu nýrrar flugstöðvar á næsta ári boðar samgönguráðherra nú enn eina nefnd til að viðhalda óvissu um framtíð flugvallarins. Sú nefnd verður skipuð fjórum árum eftir að menn létu hafa sig í að skipa nefnd til að „enda allar nefndir“,“ bætir Sigmundur Davíð við.

Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar, tekur undir með Þorgerði Katrínu.

Hún segir á fésbók í dag:

„Ég er þeirrar skoðunar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugsins sé utan miðborgar Reykjavíkur. Ennfremur, að hagsmunir okkar stærstu atvinnugreinar, ferðaþjónustunnar, séu best tryggðir með því að hafa öflugt innanlandsflug beint frá alþjóðaflugvelli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?