fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Inga Sæland varar við íslamisma: „Hvað vita þeir sem við vitum ekki?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

„Við þurfum líka að viðurkenna þá ógn sem fylgjendur öfga-íslams bera með sér. Að forðast þá umræðu er hrein og klár og afneitun,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í grein í Morgunblaðinu í dag en þar blandar hún sér í umræðuna um vopnavæðingu lögreglunnar. Inga skrifar:

Sérsveit lögreglunnar undir alvæpni sýnir sig á almannafæri og það án þess að hættustig sé aukið opinberlega. Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Hvers vegna vill enginn taka umræðuna um ástandið í Evrópu og þá staðreynd að Ísland tilheyrir henni, þótt enginn hafi verið sprengdur eða myrtur hér í hryðjuverkaárás enn sem komið er?

Mynd/DV

Inga Sæland segir að þó að sett hafi verið á laggirnar þjóðaröryggisráð sem fundar í kjarnorkubyrgi á Keflavíkurflugvelli þá þegi ráðamenn þunnu hljóði um yfirvofandi ógn og hættu sem hún telur að kunni að steðja að þjóðinni. Hún minnir á að Ísland sé hluti af Evrópu þar sem margar hryðjuverkaárásir hafi átt sér stað undanfarið og segir mikilvægt að taka umræðuna um hryðjuverkaógnina og ekki láta þagga hana niður:

„Það er kominn tími til að taka umræðuna og löngu kominn tími til að taka á árásum þeirra samlanda okkar sem vilja og munu kalla okkur öllum illum nöfnum. Þeirra sömu og vilja breiða út faðminn og bjarga öllum heiminum,“ segir Inga og telur mikilvægt að fela sig ekki bak við það sem hún kallar „rétttrúnaðarkenningar“ og treysta því að hryðjuverkaógnin komi ekki til Íslands:

Allar vestrænar þjóðir sem trúa á frelsi, lýðræði og jafnrétti kynjanna eru möguleg skotmörk hryðjuverka eins og dæmin sanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?