fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Skaði fyrir samfélagið þegar konur njóta ekki jafnréttis hvað varðar völd, áhrif eða laun

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. júní 2017 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er einn tíu þjóðarleiðtoga sem eru í forsvari fyrir HeForShe, kynningarátak UN Women. Mynd/Getty

„Það er mikilvægt að minnast sögunnar og þeirra áfanga sem hafa náðst. En líka að vera meðvitaður um það að jafnvel þótt við stöndum flestum öðrum þjóðum framar á sviði jafnréttismála, þá er enn verk að vinna,“

sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ávarpi í tilefni af kvenréttindadeginum í dag. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra afhenti styrki úr Jafnréttissjóði Íslands í morgun, alls voru veittir 26 styrkir í ár, að því er kemur fram á vef RÚV. Bjarni segir það skaða fyrir samfélagið að konur njóti ekki jafnréttis hvað varðar völd, áhrif og laun, því sé mikilvægt að Alþingi hafi sett þennan sjóð á laggirnar:

Það er skaði að því fyrir samfélagið þegar konur njóta ekki jafnréttis hvað varðar völd, áhrif eða laun á Íslandi. Þess vegna er svo mikilvægt að þingið hafi tekið ákvörðun um að stofna til þessa sjóðs sem nú er að úthluta í annað sinn og mun úthluta á næstu árum til verkefna sem geta orðið að liði í þessari baráttu.

Benti hann einnig á mikilvægi góðra fyrirmynda:

„Þær frábæru íþróttakonur sem við eigum hafa á alþjóðavettvangi gert orðið dóttir að samheiti fyrir konur sem láta ekkert stöðva sig.“

Víða er haldið upp á kvenréttindadaginn í dag, klukkan hálf þrjú var lagður blómsveigur að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólakirkjugarði þar sem Líf Magneudóttir forseti borgarstjórnar flutti ávarp. Nú kl. 16 verður haldið upp á hálfrar aldar afmæli Hallveigarstaða í Túngötu þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur afmæliskveðju. Á Akureyri verður svo gengið í fótspor kvenna á Brekkunni, hefst kvennasögugangan kl. 17 í Lystigarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?