fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Óli Björn: „Þeir eru til sem sjá fátt gott við Ísland og það sem íslenskt er“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. júní 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Það er óhætt að segja að afrek Íslendinga séu mörg og mikil á fjölmörgum sviðum, allt frá knattspyrnu kvenna og karla til tónlistar, frá sprotafyrirtækjum til kvikmyndagerðar. Ísland stendur framarlega á mörgum sviðum og kemur vel út í samanburði við flest ríki heims. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag með yfirskriftinni „Ég er stoltur Íslendingur“ þar sem hann fer yfir kosti lands og þjóðar og hnýtir í þá sem tala Ísland og Íslendinga niður.

Óli Björn rifjar upp ófá afrek íslensks íþrótta- og listafólks sem séu öfund mun stærri þjóða. Hvar sem stungið sé niður fæti í íslenskri menningu sé framúrskarandi fólk á öllum sviðum. Þennan árangur megi þakka öryggi, friðsæld og velmegun.

Tekist hefur að byggja upp einhvern hagkvæmasta og arðbærasta sjávarútveg heims. Í stað þess að þurfa á opinberum styrkjum að halda, eins og t.d. sjávarútvegur í Evrópusambandinu, Noregi og í Bandaríkjunum, greiðir íslenskur sjávarútvegur ekki aðeins skatta líkt og aðrar atvinnugreinar heldur milljarða í auðlindagjöld,

skrifar Óli Björn um eina ástæðu þessarar velmegunar sem Íslendingar búi við.

Hér á landi er jafnrétti með því mesta sem gerist í heiminum, heilbrigðiskerfið það annað besta í heimi samkvæmt hinu virta læknariti Lancet, jöfnuður fjórði mesti í heimi, minnsti ungbarnadauði í Evrópu og svo mætti lengi telja.

Það er því ærin ástæða til að vera stoltur Íslendingur

Ég hef alla tíð verið stoltur af því að vera Íslendingur. Ég er stoltur af sögunni, menningunni, náttúrunni – hreykinn af því að tilheyra fámennri þjóð sem hefur tekist að varðveita tungumál sitt.

Það sé fyrri kynslóðum að þakka sú góða staða sem Ísland sé í sem byggðu hér upp velferðarríki úr einu fátækasta ríki Evrópu segir Óli Björn og því getum „við Íslendingar getum borið höfuðið hátt án drambsemi eða hroka gagnvart öðrum þjóðum.“

Það eru þó ekki allir jafn hrifnir af því að básuna afrek lands og þjóðar að mati þingmannsins, því þegar það er gert koma fram raddir þeirra sem segja það merki um oflæti og þjóðrembu. Þarna úti sé hópur fólks sem sjá lítið gott við Ísland og það sem héðan kemur.

Þeir eru til sem sjá fátt gott við Ísland og það sem íslenskt er. Sumir álitsgjafar og jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir gera út á að grafa undan tiltrú á landi og þjóð. Allt hið neikvæða er dregið fram og annað sagt fremur hallærislegt og ófaglegt,

skrifar þingmaðurinn og að þeir sem dirfist að andmæla þessum séu úthrópaðir varðhundar sérhagsmuna og ýmislegt fleira í þeim dúr. Þessir niðurrifsmenn ýti undir vantraust á stofnanir samfélagsins.

Margt hægt að laga

Stjórnarþingmaðurinn hafnar því þó ekki að það sé margt sem betur megi fara hér á landi, það hjálpi hins vegar lítt að vera stöðugt að rífa allt niður því þá er hættan sú að möguleikarnir renni fólki úr greipum ef neikvæðnin ein ræður för.

Um eitt er ég fullviss. Þær kynslóðir Íslendinga sem brutust úr fátækt til bjargálna og loks til velmegunar á síðustu öld létu bölmóðinn og neikvæðnina aldrei ná tökum á sér,

segir Óli Björn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu