fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Mótmæla brottvikningu Kristjáns: „Fólki líkar auðsjáanlega ekki svona vinnubrögð“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 11. júní 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Yfir 600 manns hafa sett nafn sitt á undirskriftasöfnun þar sem brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar er mótmælt.

„Viðbrögðin hafa komið mér í opna skjöldu og eru varla verðskulduð en mér þykir vænt um þetta. Fólki líkar auðsjáanlega ekki svona vinnubrögð,“ segir Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, sem vikið var frá störfum í síðasta mánuði, inntur eftir þeim viðbrögðum sem brottvikningin hefur vakið.
Undirskriftasöfnun þar sem uppsögn Kristjáns er mótmælt er á netinu og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 600 manns skrifað undir. Stefnt er að því að færa Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra undirskriftirnar þegar nöfnin ná eitt þúsund talsins.
Flekklaus ferill
Á síðu undirskriftasöfnunarinnar kemur fram að uppsögn Kristjáns sé valdníðsla af verstu gerð. Kristjáni hafi verið sagt upp eftir 36 ára farsælt starf, fáum mánuðum fyrir eftirlaunaaldur. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, tók í svipaðan streng í grein á visir.is þar sem hann sagði fordæmalaust þegar æviskipuðum yfirlögregluþjóni með flekklausan feril sé vikið frá störfum þegar svo skammt sé í starfslok. Ástæða uppsagnar er hagræðing innan embættisins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?