fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin í eina sæng?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. júní 2017 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag gerir höfundur skipun Árna Páls Árnasonar, fyrrum formanns Samfylkingarinnar í starf stjórnarformanns Tryggingastofnunnar af hendi Þorsteins Víglundssonar, félags og jafnréttismálaráðherra. Þetta sé augljóslega pólítísk skipun sem bendir að mati höfunda Staksteina til þess að breytingar séu í vændum í landslagi íslenskra stjórnmálaflokka?

Þessi skipan hefur ekki vakið þá athygli, sem vert væri, svo augljóst sem það er, að einhver pólitík liggur að baki,

segir í Morgunblaðinu.

Höfundur Staksteina vill meina að mikill og góður vinskapur sé milli núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar og Viðreisnar, það hafi verið öllum ljós fyrir helgina þegar húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og borgar hafi verið tilkynnt.

Þessa skipun fyrrum formanns Samfylkingunnar sem stjórnarformanns Tryggingastofnunar og vinskapurinn milli Dags og ráðherra Viðreisnar, er það vísbending um eitthvað spyr Staksteinahöfundur. Þetta bendi til þess að samgangur sé milli Viðreisnar/Bjartrar framtíðar annars vegar og Samfylkingarinnar hins vegar.

Ekki sé lengur hægt að útiloka að það verði ekki bara Viðreisn og Björt Framtíð, sem renni saman í einn flokk heldur muni Samfylkingin ganga inn í það samstarf.

Þessir þrír flokkar eru sammála um aðeins eitt og það er að Ísland gangi í Evrópusambandið og ef til vill sé önnur sókn með það að markmiði í undirbúningi sem andstæðingar þurfa að búa sig undir eftir fremsta megni.

Það er notalegt þegar sósa sem hefur skilið sig sullast saman aftur,

segir í niðurlagi Staksteina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?