fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Kennsl hafa verið borin á hryðjuverkamennina í Lundúnum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. júní 2017 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar segja að þessi maður hafi verið einn árásarmannanna þriggja í Lundúnum á laugardagskvöld. Hann var af pakistönskum uppruna. Skjáskot úr heimildamynd Channel 4; „The Jihadis Next Door.“

Breska lögreglan segist vita nöfn hryðjuverkamannanna þriggja sem myrtu sjö manns og slösuðu 48, þar af 21 alvarlega, í árásinni sem gerð var í miðborg Lundúna á laugardagskvöld. Vegna rannsóknahagsmuna verða nöfn þeirra þó ekki gefin upp að svo stöddu. Verið er að rannsaka hugsanleg tengsl mannanna við fleiri aðila en hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni. Lögreglan hefur framkvæmt húsleitir í austuhluta Lundúnaborgar og ótiltekinn fjöldi fólks mun vera í varðhaldi.

Allir árásarmennirnir voru skotnir til bana af löreglumönnum. Þrátt fyrir að lögreglan vilji ekki gefa upp nöfn þeirra að svo stöddu þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá einum þeirra. Bæði The Times, The Telegraph og Daily Mail segja að sá hafi verið þekktur öfga-íslamisti. Maðurinn hafði tvisvar verið tilkynntur til lögreglu eftir að hafa sýnt af sér athæfi sem benti til þess að hann hneigðist til öfga-íslams.

Maðurinn var 27 ára gamall og tók þátt í því á síðasta ári þegar breska sjónvarpsstöðin Channel 4 gerði heimildamyndina „The Jihadis Next Door,“ um öfgafulla múslima í Bretlandi. Þar sást maðurinn ásamt félögum sínum breiða út fána íslamska ríkisins í Regent’s Park í Lundúnum. Síðan báðust menn fyrir og hlustu á prédikun þar sem meðal annars var boðað að lífið hér á jörð væri einungis millibilsástand á leið til hinnar eilífu sælu í Paradís.

Nú er spurt í Bretlandi hvernig maður á borð við þennan sem þegar var á skrá hjá öryggislögreglu, gat þrátt fyrir heitingar yfirvalda um öryggi og hert eftirlit, komist í þá stöðu að myrða og slasa fjölda fólks í hryðjuverkaaðgerð í miðri höfuðborg landsins.

Írsk skilríki munu hafa fundist á líki annars hinna þriggja hryðjuverkamanna. Sá bjó í Dublin í Írlandi og var af marókkönskum uppruna, skrifar Daily Mail.

Hér má sjá heimildamyndina „The Jihadis Next Door.“ Maðurinn sem bresku blöðin segja hafa tekið þátt í árásinni á laugardag sést ásamt félögum sínum í Regent’s Park á 15. mínútu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“