fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Ætla bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins að tryggja Degi B. og hans fólki áframhaldandi völd?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 5. júní 2017 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Halldór Jónsson, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi til áratuga, hefur sagt skilið við flokkinn. Hann segist ekki sjá að flokkurinn þarfnist sín lengur.

Halldór er ósáttur við framgöngu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra sem hefur gert samkomulag um undirbúning svonefndrar borgarlínu, sem á að vera hágæða almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu.

Hann er raunar ekki aðeins ósáttur við Ármann, heldur fá aðrir bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins einnig kaldar kveðjur frá honum, en þeir tóku allir þátt í samkomulaginu um borgarlínuna. Það eru þau Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.

„Miklir hljóta hæfileikar Dags B. Eggertssonar á stjórnmálasviðinu að vera þegar  Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnum láta hann hafa slíka forystu fyrir sér í Borgarlínu-, léttlestakerfinu og flugvallarmálinu  í stríðinu við nútímann og einkabílinn,“ segir Halldór.

Halldór Jónsson hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn.

Og hann spyr:

„Eru þeir bæjarstjórar allir núna sameinaðir í að tryggja Degi B. og hans fólki áframhaldandi völd í Reykjavík?

Hafa þau Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi, Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi og Gunnar Einarsson í Garðabæ tekið sæti í endurkjörsnefnd Dags B. Eggertssonar og vinstri meirihlutans í Reykjavík?

Sjálfstæðisflokkurinn þarf greinilega ekki á mínu atkvæði að halda að vori þar sem upprunnir virðast nýir tímar. Ég á ekki samleið með Degi B. Eggertssyni og hans stefnumálum.

Lifi þetta góða Sjálfstæðisfólk marga góða Daga og takk fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?