fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Ekkert eigið fé í sjávarútvegi umfram kvótaeign

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 3. júní 2017 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja í lok árs 2015 er ekkert þegar eignfært verðmæti fiskveiðikvóta hefur verið dregið frá. Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofu Íslands um rekstur og efnahag fyrirtækja 2015. Þar kemur fram að eigið fé í sjávarútvegi hafi verið í árslok 2015 samtals 254 milljarðar króna. Þar af eru bókfærðar óefnislegar eignir 255 milljarðar króna. Segir í skýrslunni að þessar eignir séu um 40%  af heildareignum í sjávarútvegi og að stærstum hluta sé um að ræða eignfærðar veiðiheimildir. Frá 2002 hefur hlutdeild óefnislegra eigna af eignum í sjávarútvegi tvöfaldast.

Eins og kunnugt er er óheimilt lögum samkvæmt að veðsetja veiðiheimildirnar sem eru skilgreindar sem þjóðareign. Frá 2002 til 2015 hefur uppsöfnaður hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBIT) verið samtals um 697 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015 að því er fram kemur í skýrslunni.  Þar af eru 382 milljarðar króna frá 2010 til 2015. Í lok árs 2001 var eigið fé í sjávarútvegi 60 milljarðar króna, sem jafngildir 116 milljörðum króna í lok árs 2015. Eigið fé atvinnugreinarinnar  hefur því aðeins aukist um 140 milljarða króna frá 2002 til 2015 þrátt fyrir 700 milljarða króna uppsafnaðan hagnað fyrir skatta og fjármagnsliði. Mismunurinn nemur 560 milljörðum króna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði á ársfundi samtakanna í síðustu viku að fjárfestingar í sjávarútvegi frá 2009 til 2015 hafi numið um 100 milljörðum króna.

87 milljarðar í ferðaþjónustu

Til samanburðar er eigið fé í ferðaþjónustu 87 milljarðar króna þegar frá hafa verið dregnir 4 milljarða króna óefnislegar eignir samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Hagstofu Íslands. Launakostnaður í ferðaþjónustu var líka meiri árið 2015 en í sjávarútvegi.  Hann var 102 milljarðar króna í ferðaþjónustu en 96 milljarðar króna í sjávarútvegi. Frá 2009 hefur launakostnaður í ferðaþjónustu aukist um 51 milljarð króna, sem er tvöföldun en hækkað um 19% á sama tíma í sjávarútvegi. Árið 2015 voru arðgreiðslur 15 milljarðar króna í sjávarútvegi og 11 milljarðar króna í ferðaþjónustu.

Greinin birtist fyrst í Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“