fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Ráðuneytin borguðu 2,5 milljarða fyrir sérfræðiþjónustu – 100 milljón króna samningur gerður með tölvupósti

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðuneytið eyddi rúmum 380 milljónum í lögfræðiþjónustu á tímabilinu 2013 til 2015.

Ráðuneytin greiddu rúmlega 2,5 milljarða króna fyrir sérfræðiþjónustu á árunum 2013 til 2015, einkum var um að ræða lögfræðiþjónustu, rekstrarráðgjöf og aðra sérfræðiþjónustu. Ríkisendurskoðun segir að við þessi kaup skorti iðulega á að gerðir væru skriflegir samningar um þjónustuna, að val á verksala væri gagnsætt og að rammasamningar Ríkiskaupa væru nýttir.

Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendur­skoðunar, Kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu hvetur stofnunin ráðuneytin til að bæta varklag sitt og beiti í auknum mæli verðkönnunum, hæfnismati og útboðum til að tryggja hagkvæmni og skilvirkni. Slíkt stuðli einnig að gagnsæi og jafnræði meðal aðila á markaði.

Opinberum aðilum er skylt að bjóða út kaup á sérfræðiþjónustu, að undanskilinni lögfræðiþjónustu, þegar þau fóru umfram 12,4 milljónir króna, í skýrslunni kemur fram að sjaldan hafi reynt á þessa skyldu og oft hafi verið látið líða að nota rammasamninga Ríkiskaupa.

Í skýrslunni eru sérstaklega skoðaðir samningar fjármálaráðuneytisins við lögmannsstofuna Juris slf. sem fékk á tímabilinu 107 milljónir króna greidda frá ráðuneytinu, að stærstum hluta vegna þjóðlendumála. Samningur ráðuneytisins við Juris var komið á árið 2006 með tölvupósti. Hvetur Ríkisendurskoðun ráðuneytið til að endurskoða þann samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa