fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Marta svarar Gísla Marteini: „Reykvíkingar eru ekki Legókarlar og kerlingar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 1. júní 2017 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vandar Gísla Marteini Baldurssyni fyrrum borgarfulltrúi ekki kveðjurnar í opnu bréfi en hann hefur gagnrýnt flokkinn fyrir stefnubreytingu í skipulagsmálum og sakað fulltrúa hans um lýðskrum. Á Reykjavíkurþingi Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu var samþykkt að endurskoða skyldi aðalskipulag Reykjavíkur tafarlaust og hefja leit að nýjum byggingarsvæðum.

Á bloggsíðu Gísla Marteins segir hann að það sé „algjört glapræði fyrir borgarstjórn“ að byggja ný hverfi utan núverandi byggðar. Þessu er Marta ósammála og skrifar af því tilefni opið bréf til Gísla Marteins sem birtist í dag á Vísi og segir að sér þyki hann:

Því miður hafa álpast út í forarpytt forsjárhyggju og útópískrar heildarhyggju sem lítur á borgina sem Legókubba. Borgin er ekki leikfang né viðfang tískuskoðanna. Reykvíkingar eru ekki Legókarlar og kerlingar með málað bros á ljósbrúnni kúlu sem þú getur fært frá einum stað til annars.

Marta segist lengi hafa verið ósammála Gísla um flest hvað varðar skipulagsmál. Hún hafnar þeirri fullyrðingu að Sjálfstæðismenn í Reykjavík berjist fyrir dreifingu byggðar vítt og breitt um Reykjavíkursvæðið. Sjálfstæðisflokkurinn vilji þétta byggð en ekki bara til þess að þétta byggð.

Gísli Marteinn Baldurssonn

Að sögn Mörtu er það aðalskipulag sem nú er í gildi „blind trúarsannfæring sem vinnur gegn eigin markmiðum.“ Núverandi meirihluti, með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í broddi fylkingar sé ekki að því heldur vinni að því að dreifa byggð eins og fremst er kostur og á árunum 2013-2017 hafi sjö af hverjum tíu nýjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu verið skráðir í annað sveitarfélag en Reykjavík.

Er þetta “umhverfisvænt” og “ódýrt” eða er þetta kannski “útþenslustefnan” sem þú ert andvígur? Þarftu ekki að skoða heildarmyndina?

spyr Marta.

Hún segir ekkert mið tekið af örum framförum í tækni, einkum hvað varði einkabílinn í skipulagshugmyndum meirihlutans og Gísla Marteins. Samgöngur séu mikilvægur þáttur í lífi fólks og þær verði að vera greiðar og „Þetta vita best hershöfðingjar sem eru sérfræðingar í því að lama samfélög óvinarins. Þeir leggja áherslu á að sprengja upp brýr og flugvelli og hefta allar samgöngur.“

Lýkur Marta bréfinu á þeim orðum að hún velkist ekki í vafa um það að jafn glaðlyndur maður og Gísli Marteinn vilji samfélaginu allt það besta en engu að síður sé hann á villigötum. Hann hafi snúið bakinu við frjálshyggjunni sem hann aðhylltist á yngri árum og þann kjarna Sjálfstæðisstefnunnar að einstaklingar viti sjálfir hvað þeim er fyrir bestu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa