fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Norðmenn rafbílavæðast en Íslendingar ekki

Egill Helgason
Mánudaginn 22. maí 2017 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru athyglisverðar tölur. Í Noregi vex stöðugt hlutfall rafmagnsbíla og fyrr á þessu ári náði það 37 prósentum af bílasölu. Þetta eru meðal annars bílar frá Hyundai, BMW, Volvo, Volkswagen og Tesla. Jafnvel er talið að innan skamms verði meirihluti bifreiða sem eru seldar í Noregi rafknúnar.

Á sama tíma eru Íslendingar í skýjunum vegna opnunar nýrrar bensínstöðvar þar sem dropinn er ódýrari en áður hefur þekkst í landinu.

Til samanburðar við þetta birti vinur minn á Facebook þessa töflu um nýskráningar bifreiða á Íslandi. Af 2551 nýjum bílum eru sárafáir raf- og tvinnbílar. Þetta eru upplýsingar Samgöngustofu frá 1. maí. Bensín og díselbílar eru í algjörum meirihluta – það er ljóst að þarna erum við miklir eftirbátar Norðmanna. Hlutfall hinna mengandi díselbíla er furðulega hátt.

Samt er, eins og Fésbókarvinurinn bendir á, raforka hræódýr hér og vegalengdir stuttar milli staða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“