fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg hélt tvær dýrar veislur til að kveðja sviðstjóra

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. maí 2017 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veislan í Höfða á föstudaginn kostaði 393.036 kr. Mynd/Getty

Reykjavíkurborg hélt tvær veislur til að kveðja Svanhildi Konráðsdóttur, sem nú er að láta af störfum sem sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar til að taka við sem forstjóri Hörpu. Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins. Kveðjuhóf Svanhildar var haldið í Höfða og kostaði það rúmar 400 þúsund krónur, sem er svipuð upphæð og grunnlaun félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þegar miðað er við launakönnun Gallup í fyrra.

Finnst þetta ekki fréttnæmt

Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.

Greint var frá í Fréttablaðinu í morgun að rúmur helmingur, eða 195.600 krónur, hafi farið í snittur og pinnamat en á gestalistanum voru alls um 70 manns. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar taldi þetta ekki vera fréttnæmt:

„Mér finnst þetta ekki vera frétt, eða þannig séð. Ég held að það hafi alltaf verið haldið einhvers konar kveðjuhóf þegar æðstu embættismenn borgarinnar hætta,“

sagði Bjarni í samtali við Fréttablaðið.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.

Líf Magneudóttir, núverandi forseti borgarstjórnar segir eðlilegt að kveðja starfsfólk með táknrænum hætti og gera vel við það:

„Auðvitað má spyrja sig hvort það megi ekki spara þarna líka og hvort það megi ekki fækka svona veislum. Það væri væntanlega það fyrsta sem fengi að fjúka ef það harðnar í ári að verja peningum í slíkt.“

Sérstakt að eyða í veislur í stað grunnþjónustu

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir kostnaðinn við veislurnar hljóta að hafa  verið tekinn beint úr vösum skattgreiðenda:

Á meðan við getum ekki sinnt grunnþjónustu í borginni, þá er mjög sérstakt að við getum verið að eyða peningum í að hafa svona fínar og dýrar veislur til að kveðja starfsmenn,

sagði Marta í samtali við Viðskiptablaðið. Innt eftir kostnaðinum við veisluna á Kjarvalsstöðum, sem mun hafa verið haldin fyrir Svanhildi á Kjarvalsstöðum, sagði Marta:

Ég hef ekki hugmynd um hver greiddi fyrir veisluna sem þú nefnir á Kjarvalsstöðum, né hver kostnaðurinn við hana er, en það hlýtur að vera hægt að þakka fólki fyrir vel unnin störf og kveðja það með tilhlýðilegri virðingu, án þess að það þurfi að kosta svona mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“