fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Hver verða úrslit írönsku forsetakosninganna sem fram fóru í dag?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hassan Rouhani forseti greiðir atkvæði í Tehran.

Íranir kjósa sér forseta í dag og er mikil spenna vegna þessa í landinu enda eru þetta fyrstu kosningar frá því að samkomulag um takmarkanir á kjarnorkuáætlun landins tóku gildi árið 2015.

Frá byltingunni 1979, þar sem íslömsk stjórnvöld undir harðri hendi erkiklerkanna tóku völdin hefur stjórnkerfi landsins verið undarleg blanda lýðræðis og trúræðis. Á fjögurra ára fresti ganga Íranir að kjörborðunum og velja sér forseta úr sérvöldum hópi frambjóðenda sem trúarleiðtogarnir samþykkja. Raunverulegir valdahafi í landi er æðstiklerkurinn Ali Khamenei auk ýmsra forystumanna í stjórnkerfinu og Byltingarverðirnir svokölluðu, vopnaðar sveitir sem mynda sérstakan valdakjarna sem forsetinn hefur enga stjórn yfir.

Sitjandi forseti, Hassan Rouhani er umbótamaður og stefnir að endurkjöri. Hann hefur gert margt óvenjulegt í embætti, til að mynda að gagnrýna Byltingaverðina. Þeim sagði forsetinn að „hætta að skipta sér af“.

Ebrahmim Raisi fyrir utan kjörstað í Tehran.

Allir forsetar síðan 1981 hafa setið tvö kjörtímabil í embætti. Samkvæmt veðmálasíðunni PredictIt er Rouhani mun líklegri til að sigra kosningarnar og eru líkurnar á því taldar vera meira en 80%. Helsti andstæðingur hans Ebrahim Raisi er klerkur sem stýrir stærstu góðgerðarsamtökum landsins. Hann er málsvari harðlínumanna sem eru óánægðir með kjarnorkusamninginn við Bandaríkin og önnur heimsveldi sem enn hefur ekki skilað sér í efnahagslegri uppsveiflu líkt og vonir stóðu til. Aðeins einn annar frambjóðandi náði meira en tveggja tölustafa fylgi en það er Muhammad Baqer Qalibaf. Hann dróg framboð sitt til baka 15. maí og lýsti yfir stuðningi við Raisi.

Kjósendur bíða þess að greiða atkvæði í Tehran.

Kanadíska fyrirtækið IranPoll hefur látið breska tímaritinu Economist í té niðurstöður könnunar sem framkvæmd var þann 16. maí. Þar kemur fram að af þeim sem taka afstöðu segjast 58% ætla að kjósa Rouhani en einungis 36% Raisi. Ef það væri lokaniðurstaðan er það nóg til að tryggja Rouhani sigur í fyrstu umferð. Ef ske kynni að halda þyrfti aðra umferð bendir allt til þess að Rouhani myndi vinna sannfærandi sigur, 91% aðspurðra segjast vita hvern þeir myndu velja í síðari umferðinni og 60% þeirra velja Rouhani.

Verði þetta niðurstaða kosninganna er það þó ekki endirinn á ferli Raisi. Æðstiklerkurinn Ali Khamenei er sagður vera lærifaðir Raisi og binda miklar væntingar við framgöngu hans innan íranskra stjórnmála. Það gæti reynst erfitt ef kjósendur landsins hafna honum, þrátt fyrir öll völd sem Khamenei hefur.

Búist er við því að niðurstaða kosninganna verði ljós á morgun, laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu