fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Eiríkur Bergmann: Þjóðernishyggja hér á landi er viðtekin stjórnmálaskoðun

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 15. maí 2017 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðiprófessor.

Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að þjóðernishyggja hér á landi sé almenn og því ekki færð fram af sömu heift og víða annarsstaðar, hér á landi sé það svo að útlendingur teljist tæplega Íslendingur en sé velkominn í landinu svo lengi sem hann skilji hlutverk sitt sem gestur. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag fór Eiríkur yfir þjóðernishyggju hér á landi, segir hann þjóðernispopúisma hættulegan því hann stilli upp andstæðum og aðgreini fólk frekar en að sameina:

Þjóðernispopúlismi getur aldrei gengið án þess að búa til andstæðing og einhverja utanaðkomandi ógn. Það kallar síðan á mótsvar frá þeim hópi sem alið er á andúð gegn, og býr til víxlverkan sem á endanum leiðir til átaka, og í verstu tilvikum til styrjalda eins og sagan kennir okkur.

Þjóðernishyggja lifir góðu lífi í meginstraumi stjórnmálanna

Segir Eiríkur þjóðernishyggju hafa komið í þremur bylgjum í kjölfar síðari heimstyrjaldar. Fyrsta bylgjan kom í kjölfar olíukreppunnar á áttunda áratugnum, önnur bylgjan kom svo í kjölfar endaloka kalda stríðsins þegar fólk flutti í stórum stíl frá Austur-Evrópu til vesturs, segir Eiríkur að nú séum við að upplifa þriðju bylgjuna. Þriðja bylgjan beinist gegn múslimum og komi í kjölfar fjármálakreppunnar og flóttamannastraums frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Eiríkur segir að þriðja bylgjan sé ekki jafn áberandi hér og víða annarsstaðar í Evrópu því samfélag innflytjenda sé smátt, þar að auki sé þjóðernishyggja hér á landi viðtekin stjórnmálaskoðun:

Eftir að hörmungar þjóðernishyggjunnar höfðu lagt Evrópu í rúst á 20. öld var þjóðernishyggja ekki lengur gjaldgeng hugmyndafræði og stjórnmálamenn og -flokkar sem lýstu sjálfum sér sem þjóðernissinnuðum náðu ekki miklum árangri. Á Íslandi hafði þjóðernishyggjan hins vegar áfram á sér jákvæðan blæ, og fengu menn ekki bágt fyrir það þó að þeir lýstu sjálfum sér sem þjóðernissinnum í opinberri umræðu. Þetta gerir Ísland mjög frábrugðið öðrum Evrópuþjóðum og skýrir hvers vegna ekki hafa verið stofnaðir jaðarflokkar á þjóðernislegum grunni, enda hefur þjóðernishyggjan lifað góðu lífi í meginstraumi stjórnmálanna.

Skortur á kjörþokka

Útilokar hann ekki að þjóðernissinnaður popúlistaflokkur láti á sér kræla hér á landi á næstunni, til að skýra takmarkaðar vinsældir slíkra flokka fram að þessu segir Eiríkur að það vanti frambærilega forystumenn:

Ein breytan sem skýrir hvers vegna þjóðernisflokkum hefur tekist að ná vinsældum í sumum Evrópulöndum en ekki öðrum er hvort forystumenn þeirra hafa mikinn kjörþokka. Svíþjóðardemókratar og Finnaflokkurinn hafa t.d. náð mestum árangri þegar bæði er til staðar frjór jarðvegur fyrir boðskapinn og þeir hafa á að skipa öflugri forystusveit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“