fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Stjórnarandstaðan æf: Verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 4. maí 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Leiðtogar og þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum um ríkisstjórnina vegna fregna af sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Bað Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á þingi í morgun að forseti þingsins beitti sér fyrir því að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra verði til svara vegna málsins:

Það á að fara í einkavæðingu með því að sameina Fjölbrautaskólann í Ármúla Tækniskólanum, sem er vissulega einkarekinn, án allrar umræðu við þingið, án þess að nokkur stefnumótandi umræða hafi verið tekin á vettvangi þingsins,

sagði Katrín og bætti við:

Og útskýringarnar sem eru gefnar eru að það eigi að bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastigi og hann talar eins og það sé eitthvert náttúrulögmál en ekki hin pólitíska ákvörðun sem Sjálfstæðismenn hafa tekið um að heimila ekki nemendum yngri en 25 ára að stunda bóknám og að stytta framhaldsskólann með einhliða ákvörðun niður í þrjú ár. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð. Ég geri þá kröfu að hæstvirtur ráðherra mæti í salinn og svari fyrir sig,

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

sagði Katrín, en Kristján Þór hefur verið boðaður á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna málsins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í sama streng og spurði hvort einkavæða eigi allan Ármúlann og hvaða gata yrði næst, og vísaði til Klíníkurinnar í Ármúla:

„Það vekur nokkra undrun að ríkisstjórnin fari fram með þeim hætti sem hún gerir, að taka ákvarðanir án aðkomu þingsins, ekki síst í ljósi þess hvað menn hafa talað mikið um vönduð vinnubrögð, minna fúsk, meira gegnsæi, meira samráð, ekki síst við minni hlutann.“

Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis kannaði hvar Kristján Þór er staddur, en hann mun vera erlendis. Í ljósi þess bað Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að aðrir ráðherrar svörðuðu fyrir málið, sagði hún að ríkisstjórnin ætti að skammast sín:

Ég vil líka segja það að mér finnst alveg ótrúlegt hvernig þessi ríkisstjórn hagar sér. Mér finnst það ótrúlegt, forseti. Þessir ágætu þingmenn, sem síðar urðu ráðherrar, boðuðu allt önnur vinnubrögð. Ég hef ekki séð að þessi vinnubrögð hafi skilað sér hér í störfum Alþingis eða hvernig ríkisstjórnin hagar sínum málum gagnvart þinginu. Þetta er hneisa. Þetta er skammarlegt. Ég vil bara segja: Þið sem eigið aðild að þessari ríkisstjórn, skammist ykkar!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir ríkisstjórnina:

Það mætti auðvitað telja að hér bíði þingmenn í ofvæni eftir að ég blessi þessa meintu jarðarför sem þeir boða yfir menntakerfinu með þessum hræðilega einkarekstri. Nei, það ætla ég ekki að gera. Mér finnst bara mjög merkilegt að hér séu þingmenn, sem segjast nú oft vera kyndilberar Listaháskóla Íslands, sem er einkarekinn skóli sem tala svona um einkarekstur og eiga sumir börn í einkareknum skólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum