fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Guðríður: „Okkur líst ekkert á þetta – Þetta er einkavæðing“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 4. maí 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara.

Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla þar sem rekstrarform þeirra og áherslur eru ólíkar.

Segir í ályktun Félag framhaldsskólakennara að vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið um að það sem kallað er yfirtaka Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla séu hörmuð. Stór hópur nemenda og fjöldi starfsfólks bíði nú í óvissu um framtíð sína og því þoli það enga bið að upplýsa ítarlega um framhald málsins. Á Íslandi hafi stefnan verið sú að allir hafi jöfn tækifæri til náms og að menntun sé hluti af velferðarkerfinu en ekki vettvangur markaðsvæðingar. Það sé verulegt áhyggjuefni ef ætlunin er að einkavæða menntakerfið einn skóla í einu, eins og þessi aðgerð ber með sér.

Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara segir í samtali við Eyjuna að kallað sé eftir rökstuðningi frá stjórnvöldum vegna ákvörðunarinnar:

Okkur líst ekkert á þetta, það þarf að halda því til haga að þetta er einkavæðing.

Tækniskólinn er einkarekinn skóli með framlagi frá ríkinu í eigu nokkurra félagasamtaka og hefur starfað frá 2008 en Fjölbrautaskólinn við Ármúla er opinber skóli, stofnaður 1981.

Segir Guðríður að alþjóðlega kennarasamtök hafi tekið stöðu gegn einkavæðingu með þeim rökum að aukin einkavæðing í menntakerfi bjóði upp á sparnað og aðhald vegna krafna um arðsemi og hagnað.

Framhaldsskólar eigi að vera opinberar stofnanir og að hlutverk þeirra sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hætt sé við að þessar hugmyndir fari forgörðum ef þær eru að fullu settar í hendur einkaaðila.

Aðspurð hvort það ætti við í tilviki Tækniskólans, sem sé einkarekinn, þá vildi Guðríður ekki nefna neinn skóla sérstaklega:

Það sem ég sé bara er þessi ákveðna tilhneiging núna að auka einkavæðingu í menntakerfinu. Það eru bara tvö ár síðan að Iðnskólinn var sameinaður Tækniskólanum, nú er verið að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla Tækniskólanum. Við erum með skóla eins og Verslunarskóla Íslands þar sem að skólagjöld eru mun hærri en í ríkisskólunum. Ramminn utan um reksturinn verður ekki eins klipptur og skorinn þegar búið er að færa reksturinn í hendur einkaaðila heldur en þegar hið opinbera er að reka stofnanirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum