fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Borgin veitir landflótta rithöfundi skjól

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 4. maí 2017 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ana Naila Zahin.

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að veita landflótta rithöfundi frá Bangladesh skjól þar sem henni er tryggður öruggur dvalarstaður og efnahagslegt öryggi. Þetta er þriðji rithöfundurinn sem Reykjavíkurborg tekur á móti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Rithöfundurinn heitir Ana Naila Zahin, bloggari og aktivisti, fædd árið 1995 í Bangladesh. Ana hefur verið virk í skrifum á bloggsíðum og í fjölmiðlum í heimalandi sínu. Árið 2013 tók hún virkan þátt í Shahbag mótmælunum í Bangladesh ásamt þúsundum annarra en mótmælin snéru að ákvörðun stjórnvalda um að dæma til dauða aðila sem tekið hafði þátt í vopnaðri baráttu gegn stjórnvöldum árið 1971.

Í skrifum sínum fjallar Ana meðal annars um kynjajafnrétti, feminisma, trúleysi og stjórnmál. Ana var neydd til að hætta háskólanámi og varð að fara í felur um mitt ár 2016 þar sem öryggi hennar var ógnað. Frá árinu 2016 hafa fimm félagar hennar verið myrtir og munu stjórnvöld í landinu ekki getað tryggt öryggi hennar.

Ana hefur óskað eftir því að hefja háskólanám hérlendis í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum