fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

60% landsmanna hlynnt jafnlaunavottun – Mikill munur eftir kynjum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. maí 2017 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um frumvarp fjármálaráðherra um jafnlaunavottun. MMR birti í dag niðurstöður könnunar sem gerð var á afstöðu fólks til jafnlaunavottunar, það er að fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn verði skyldug til að fá jafnlaunavottun. Könnunin var framkvæmd dagana 11.-26. apríl og voru svarendur 926, 18 ára og eldri. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að meirihluti Íslendinga er hlynntur því að fyrirtæki verði gerð til að öðlast slíka vottun.

Rúm 60% sögðust frekar eða mjög fylgjandi lögum um jafnlaunavottun en aðeins 20,8% voru því frekar eða mjög andvíg. 19,2% voru hvorki með né á móti.

Mikill munur á afstöðu eftir kyni

Karlar voru mun líklegri en konur til að vera andvígir jafnlaunavottun. Af körlum voru 19% mjög andvígir slíku en aðeins 5% kvenna svöruðu á þá leið.

Heil 75% kvenna voru hlynnt jafnlaunavottun og af þeim voru 47% mjög fylgjandi. 46% karla voru fylgjandi, þar af 26% mjög fylgjandi

Munurinn var líka talsverður eftir búsetu. Af íbúum höfuðborgarsvæðisins voru 40% mjög fylgjandi jafnlaunavottun en 29% af þeim sem búa á landsbyggðinni.

Það kemur eflaust ekki á óvart að stjórnendur og æðstu embættismenn voru andsnúnastir jafnlaunavottun eða 42% þeirra. Af þeim voru 25% mjög andvíg og 17% frekar andvíg.

Námsmenn (69%) og sérfræðingar (68%) voru mjög hlynntir jafnlaunavottun.

Stuðningsfólk Sjálfstæðis- (41%) og Framsóknarflokks (45%) reyndust líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að vera andvíg jafnlaunavottun. Stuðningsfólk Vinstri grænna (78%) reyndust jafnframt líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að vera fylgjandi slíku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum