Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vonar að ferill fulltrúa Ísraels í Eurovision í ár verði skoðaður jafn náið og fulltrúi Rússlands. Pressan greindi frá því í hádeginu að fulltrúa Rússlands, hinni 27 ára gömlu Julu Samoylovu, er meinaður aðgangur að Úkraínu þar sem hún kom fram á tónleikum á Krímskaga, en það er brot á úkraínskum lögum að fara þangað án þess að fara í gengum úkraínska landamærastöð.
Sjá frétt: Hneyksli vofir yfir Eurovision í Úkraínu
Gunnar Axel segir í athugasemd við fréttina á Fésbók að sömu lögmál hljóti að gilda um keppanda Ísraels:
Vonandi verður farið með sama hætti yfir feril fulltrúa Ísraels í keppninni. Komi í ljós að þeir hafi komið fram á svæðum sem Ísrael hefur hertekið og í trássi við alþjóðalög þá hlýtur það sama að gilda um þá,
segir Gunnar Axel. Þess má geta að fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár er söngvarinn Imri Ziv, mun hann syngja lagið I feel alive, hann gengdi herskyldu á sínum yngri árum.