fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Samfélagið er gjörbreytt, viðhorfin önnur og forræðishyggja sem ætti að heyra sögunni til

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. febrúar 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að endurskoða þurfi lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Augljóst sé að endurskoða þurfi löggjöf um þessi málefni þar sem þau hafi ekki hafi tekið neinum efnislegum breytingum í rúm fjörutíu ár.Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Sóley S. Bender, formaður nefndar sem á liðnu ári vann að heildarendurskoðun laganna kynnti skýrslu nefndarinnar fyrir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra á fundi í gær, en í nefndinni sátu einnig Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi og Jens A. Guðmundsson, sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum. Alls bárust 27 umsagnir frá einstaklingum, félögum, stofnunum og fagaðilum og segir Sóley að þar hafi birst góður stuðningur við þau meginsjónarmið sem nefndarmenn lögðu til grundvallar starfi sínu.

Eigi það ekki síst við um sjálfsákvörðunarrétt kvenna sem nefndin gerði að leiðarljósi sínu. Eins hafi nefndin lagt áherslu á að löggjöfin megi ekki fela í sér mismunun gagnvart borgurunum og er m.a. bent á breytingar hvað það varðar sem nauðsynlegt er að gera í tengslum við fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Einnig var frá upphafi nefndarstarfsins eining um að leggja til breytta hugtakanotkun þannig að hugtakið þungungarrof komi í stað orðsins fóstureyðing.

Í skýrslunni, sem lesa má hér í heild sinni, er að finna sögulegt yfirlit með upplýsingum um þróun umræðu og viðhorfa til þessara mála. Þar er einnig kynntur fræðilegur bakgrunnur með upplýsingum um lög á þessu sviði hérlendis og erlendis, fjallað er um kynheilbrigði, frjósemi í íslensku samfélagi og um óráðgerðar þunganir og ýmsar ástæður sem þar geta legið að baki.

Ráðherra ánægður með skýrsluna

Tillögurnar snúa í fyrsta lagi að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði, í öðru lagi fjalla þær um þungunarrof og í þriðja lagi um ófrjósemisaðgerðir. Lagt er til að núverandi löggjöf verði skipt upp í þrjá sjálfstæða lagabálka, þ.e. lög um fræðslu og ráðgjöf varðandi kynheilbrigði, lög um þungunarrof og lög um ófrjósemisaðgerðir.

Óttarr Proppé segist þakklátur fyrir að fá í hendur skýrslu um þetta mikilvæga málefnasvið þar sem augljóslega hafi verið byggt á góðri yfirsýn og breiðri fagþekkingu. Hann segir það nokkuð augljóst að löggjöf um þau málefni sem um ræðir sem ekki hafi tekið neinum efnislegum breytingum frá upphafi, þ.e. í rúm fjörutíu ár, þarfnist endurskoðunar:

Samfélagið er gjörbreytt, viðhorfin önnur og forræðishyggja sem stendur sjálfsákvörðunarrétti kvenna fyrir þrifum ætti að heyra sögunni til,

segir Óttarr. Hvetur hann fólk til að kynna sér skýrslu nefndarinnar og tillögur hennar sem ætlunin er að leggja til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Vilji fólk koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum varðandi efni skýrslunnar má koma þeim á framfæri með því að senda póst á netfang ráðuneytisins postur@vel.is og skrá í efnislínu: „Varðar endurskoðun laga nr. 25/1975.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?