fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Skipar í starfshópa vegna skýrslunnar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra.

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytsins.

Fyrri starfshópnum er falið að kanna og greina nánar niðurstöður skýrslunnar um  milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum, þ.m.t. faktúrufölsun, með tilliti til mögulegra skattundanskota og nýtingar skattaskjóla í því sambandi.  Eftirfarandi hafa verið skipuð í starfshópinn:

  • Anna Borgþórsdóttir Olsen, fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður.
  • Andri Egilsson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands,
  • Auður Ólína Svavarsdóttir, tilnefnd af Hagstofu Íslands,
  • Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, tilnefnd af tollstjóra,
  • Margrét Ágústa Sigurðardóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Sigurður H. Ingimarsson, tilnefndur af skattrannsóknarstjóra og
  • Sigurður Jensson, tilnefndur af ríkisskattstjóra.

Starfshópnum er ætlað að skila skýrslu til ráðherra 1. maí næstkomandi, ásamt tillögum að aðgerðum sé þess þörf.

Seinni hópurinn fær það verkefni að kanna og greina nánar umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á íslenskan þjóðarbúskap, þ.m.t. afkomu hins opinbera, ásamt því að gera tillögur að því hvernig megi minnka svarta hagkerfið og þar með skattundanskotum og skattsvikum. Í því samhengi þarf einnig að horfa til peningaþvættis sem oftar en ekki er fylgifiskur skattundanskota og skattsvika. Jafnframt er starfshópnum falið að skoða hvort takmarka eigi notkun reiðufjár við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum með hliðsjón af lögum og reglum nágrannaríkjanna.

Eftirfarandi hafa verið skipuð í starfshópinn:

  • Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri, formaður.
  • Ása Ögmundsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Björn Rúnar Guðmundsson, tilnefndur af Hagstofu Íslands,
  • Elín Guðjónsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Guðbjörg Eva Baldursdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Helga Rún Hafliðadóttir, tilnefnd af skattrannsóknarstjóra,
  • Jenný Stefanía Jensdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra,
  • Jón Bjarni Steinsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra,
  • Ólafur Hauksson, tilnefndur af innanríkisráðuneyti,
  • Ragnhildur D. Þórhallsdóttir, tilnefnd af ríkisskattstjóra og
  • Sigríður Olgeirsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra.

Starfshópurinn skal ljúka störfum eigi síðar en 15. maí næstkomandi með skýrslu til ráðherra ásamt tillögum að úrbótum sé þeirra þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?