fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Þarft að vera erfingi eða stóreignamaður til að fara inn á húsnæðismarkaðinn í dag

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

„Mér finnst ný ríkisstjórn skila auðu í húsnæðismálunum, það er ekkert um húsnæðismál í nýjum stjórnarsáttmála, það eru engin svör fyrir ungt fók sem vill þá fara inn á þennan kaupendamarkað. Ég er búinn að vera suða um það við ríkisstjórn, hina fyrri, í nokkur ár, að það eru nokkur dauðafæri innan borgarmarkanna, þar sem hægt er að byggja og byggja hratt og það eru lönd í eigu ríkisins.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, segir hann stefnu stjórnvalda rýra þegar kemur að húsnæðismálum og að leiðrétting síðustu ríkisstjórnar hafi gert ungu fólki erfitt að eignast íbúð. Skortur á húsnæði er nú mikið til umræðu, hefur fasteignaverð hækkað gríðarlega á síðustu árum og spáð er áframhaldandi hækkun. Dagur ræddi stöðuna ásamt Þorsteini Víglundssyni félags- og húsnæðismálaráðherra í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Segir Dagur að leiðrétting síðustu ríkisstjórnar hafi gefið fjármagn til fólks sem ætti þegar húseignir, það takmarki aðgang ungs fólks að lánsfé og því hafi stjórnvöld skilið þann hóp útundan:

Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra.

„Þú þarft eiginlega bara að vera erfingi eða stóreignamaður til þess að geta farið inn á þennan markað og einhverjar lausnir um það að þú getir safnað þér peningum á tíu árum, það er ekki að nýtast ungu fólki í dag,“

sagði Dagur. Þorsteinn segir það rétt hjá borgarstjóra að það sé ýmislegt sem stjórnvöld geti gert. Hér vanti litlar og meðalstórar íbúðir, en ólíkt því sem borgaryfirvöld standi fyrir þá þurfi venjulegar íbúðir en ekki dýrari íbúðir á þéttingarreitum í borginni:

Það þarf að tryggja þetta framboð af íbúðum sem vantar. Það er skortur, það er algjörlega óumdeilt, þetta er sérstaklega erfitt þennan hóp.

Þorsteinn hefur talað fyrir því að huga þurfi að framboði lóða, þar sé boltinn hjá sveitarfélögunum. Kallar hann eftir því að sveitarfélögin samræmi áætlanir sínar, þegar leitað sé að ódýru húsnæði fyrir ungt fólk þurfi að útvega það með hagkvæmum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin