fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Norwegian fær ný flugrekstrarleyfi til Bandaríkjanna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þota frá Norwegian. Mynd/Norwegian

Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) veitti norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian leyfi um helgina til að opna nýjar flugleiðir þar sem farið verður beinu flugi yfir Norður Atlantshaf milli Evrópu og austurstrandar Bandaríkjanna.

Norwegian mun opna þessar nýju leiðir og hefja miðasölu strax á fimmtudag.

Fargjöldin verða mjög lág eða undir 100 Bandaríkjadollarar hvora leið. Það eru um 11.000 íslenskar krónur.

Við munum sjá að í þessari viku opnum við nokkra mjög áhugaverða áfangastaði og við munum opna leiðir til ýmissa minni staða norður af New York og suður af Boston. Það eru svæði sem ekki eru dekkuð í dag. Fargjöldin geta orðið miklu lægri en 100 dollarar hvora leið,

sagði Björn Kjos stofnandi og aðaleigandi Norwegian við CNN á mánudag. Norski viðskiptafréttavefurinn hegnar.no greinir frá þessu.

Eins og Eyjan greindi frá fyrr í þessum mánuði þá hefur vöxtur Norwegian verið ótrúlegur. Félagið hefur vakið heimsathygli fyrir þetta því samkeppnin er hörð. Í frétt Eyjunnar 9. febrúar sl. var meðal annars greint frá umræðum í Bandaríkjunum um það hvort veita ætti Norwegian fleiri flugrekstrarleyfi þar.

Vöxtur Norwegian kom til umræðu í Eyjuþætti Björns Inga Hrafssonar á ÍNN sem frumsýndur var á fimmtudagskvöld. Þar ræddi Björn Ingi við Skúla Mogensen forstjóra og aðaleiganda WOW AIR. Skúli sagði meðal annars:

Það er að eiga sér stað grundvallarbreyting. Norwegian er búið að vaxa frá 2005. Þá voru þeir með 13 flugvélar. Í dag eru þeir með 155 vélar. Þeir verða með í ár 32 Dreamliner-þotur, frá eitthvað 280 sæti upp í 344 sæta flugvélar, og fljúga hér beint yfir hafið. Þeir fara hérna framhjá Íslandi. Það gleymist stundum í umræðunni. Við höldum stundum að við séum nafli alheimsins og að vilji allir koma til Íslands. Vissulega er mikill áhugi á landinu, en aftur fólk kemur hingað af því að það er beint flug á hagstæðum kjörum.

Þegar Norwegian býður núna upp á bein flug, án viðkomu á Íslandi á hagstæðum kjörum, þá er engin ástæða fyrir Evrópubúa sem eru að fara til Bandaríkjanna, eða öfugt, að velja hvort sem það er WOW eða Icelandair. Ef hann getur fengið beint flug á sambærilegum kjörum, þá velur hann beina flugið.

Skúli taldi að Íslendingar yrðu að bregðast við þessari þróun:

Skúli Mogensen.

Það sem við þurfum að gera núna til þess að mæta þessari auknu samkeppni er að við þurfum að taka skrefið alla leið og við þurfum að gera Keflavík að alþjóðlegum viðkomustað. Við þurfum að bæta við flugleiðum sem fara þá út fyrir Evrópu og Ameríku. Við þurfum að bæta við Asíu, við þurfum að bæta við lengri leggjum í allar áttir. Við þurfum að gera tengibyggingu í Keflavík þar sem boðið er upp á öðruvísi verðstrúktúr, einfaldlega því þá er engin innritun að eiga sér stað. Það er engin tollaskoðun að eiga sér því þarna eru þá farþegar sem eru bara að fara í millilendingu.

Ella gæti það gerst að mikið af þessum áfangastöðum sem við erum að bjóða upp á í dag ganga ekki upp því þeir bera ekki traffík, bara frá, tökum Kaliforníu, við fórum af stað fyrir ári síðan til Los Angeles og San Francisco. Það er útilokað að við gætum verið með breiðþotur daglega á þessa staði ef traffíkin væri bara til Íslands. Þannig að ef við missum þá staði í samkeppni á móti flugfélögum sem fljúga beint, og við þyrftum að loka þeim, þá myndu heimsóknir fá Kaliforníu til Íslands snarminnka.

Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Skúla Mogensen um hræringar í flugheiminum og ferðaþjónustunni:

https://vimeo.com/204420848

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?