fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Björn Bjarnason gerir grein Smára McCarthy að umfjöllunarefni

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn Bjarnason fyrrum ritstjóri, alþingismaður og ráðherra gerir grein Smára McCarthy alþingismanns Pírata sem birtist hér á Eyjunni í morgun að umfjöllunarefni í pistli dagsins á heimasíðu sinni.

Grein Smára ber titilinn „#Raunveruleikatékk“ og birtist fyrst í nýjasta tölublaði landshlutafréttablaðsins Suðra.

Þar skrifaði Smári meðal annars:

„Alþingi er svo til getulaust. […] Ég lenti í því á dögunum að þurfa að greiða atkvæði um mál sem ég hafði heyrt um en ekki náð að lesa, og var það ekki fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna sem ég fékk að vita að stóra atriðið sem stóð útaf í því hafði ekki verið lagfært. […]

Fáir fatta að Alþingi ræður afar litlu. […] Almenna reglan undanfarna áratugi hefur verið að taka öll völd af Alþingi, um leið og þau uppgötvast. Fyrir vikið er t.d. gagnslaust, eftir gildistöku nýrra laga um opinber fjármál, að tala við þingmenn um nauðsyn þess að fá nokkrar milljónir til að gera við götin í þakinu hjá Garðyrkjuskólanum. Fjárlaganefnd ræður ekki nákvæmum úthlutunum lengur, bara stórum sjóðum fyrir málefni. Ráðherrarnir ráða hvernig peningum er ráðstafað innan málaflokks.“

Birni Björnssyni þykir ekki mikið til þessara orða koma. Færsla hans hefst á þessum orðum:

Þór Saari sat á þingi með Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur og stóð varla upp í þingsalnum án þess að hallmæli alþingi og starfsháttum þar. Síðar skrifaði hann marklitla bók um reynslu sína. Var þetta í raun allt mesta sorgarsaga.

Nú hefur annar samflokksmaður Birgittu Jónsdóttur, Smári McCarthy, sem kjörinn var á þing fyrir Pírata 29. október 2016, tekið til við að hallmæla nýjum vinnustað sínum, alþingi, á svipaðan hátt og Þór Saari gerði.

Björn Bjarnason birtir svo tilvitunina í grein Smára hér fyrir ofan og segir svo:

Þessi grein segir minna um alþingi og starfshætti þar en ranghugmyndir Smára um eðli þingstarfa þótt hann hafi boðið sig fram til þeirra. Sé litið til nágrannaþinga er áhrifamáttur alþingismanna síst minni en starfssystkina þar. Þingmenn „lenda ekki í“ að greiða atkvæði um mál sem þeir hafa ekki kynnt sér, geri þeir það hafa þeir einfaldlega ekki gefið sér tíma til vinnan vinnuna sína.

Erfitt er að átta sig á hve langt þarf að leita til að dugað hefði að ræða við þingmenn um að fá nokkrar milljónir úr ríkissjóði, væntanlega strax ef marka má orð hans, til að gera við þakskemmdir á Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, kjördæmi Smára. Hann hefur þarna hins vegar eignast baráttumál við afgreiðslu fjáraukalaga eða fjárlaga fyrir árið 2018.

Vefsíða Björns Bjarnasonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?