fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Sjómenn og útgerðir náðu að semja í nótt

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. febrúar 2017 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verði samningur samþykktur af sjómönnum ættu skipin að geta haldið út annað kvöld eftir að hafa legið bundin í rúma tvo mánuði.

Í nótt voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli sjómanna og útvegsfyrirtækja. Eining mun hafa náðst um breytingar á olíuverðsviðmið, sjómenn fá allan öryggis- og hlífðarfatnað í té frá útgerðum, bætt verður úr fjarskiptamálum og menn fá sérstaka kaupskráruppbót. Auk þessa skal heildarendurskoðun fara fram á kjarasamningum á samningstímanum. Skattaafsláttur á fæðispeningum sjómanna mun ekki vera hluti af samningnum.

Fiskiskipsflotinn fer þó ekki á sjó þó búið sé að undirrita eins og iðulega hefur verið gert fyrrum. Samið var nú með þeim skilyrðum sjómannaforystunnar að samningurinn yrðu fyrst að fara í atkvæðagreiðslu meðal sjómanna og hljóta samþykki þar áður en skipin leystu festar. Ástæða þessa er að sjómenn hafa tvívegis fellt gerða samninga í þessari kjaradeilu.

Nú verður nýr kjarasamningur kynntur og atkvæðagreiðsla um hann fer fram. Vonast er til að henni ljúki á morgun, sunnudag. Verði samningurinn samþykktur ættu skipin því að geta lagt úr höfnum annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti