fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Brynjar ítrekar andstöðu við jafnlaunavottun: Gerði fyrirvara við hana í stjórnarsáttmála

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. febrúar 2017 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson og Lilja Alfreðsdóttir í Eyjunni.

Ljóst er að ekki er meirihluti í stjórnarliðinu á Alþingi fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun sem á að hamla gegn kynbundnum launamun á vinnumarkaði. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um það mál.

Jafnlaunavottunin er eitt af helstu baráttumálum Viðreisnar.

Þorsteinn Víglundsson ráðherra félags- og jafréttismála hefur lýst því yfir að frumvarp um jafnlaunavottun verði það fyrsta sem hann leggi fram á Alþingi.

Jafnlaunavottunin var rædd í þættinum Eyjunni sem frumsýndur var á ÍNN á fimmtudagskvöld. Þar voru Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðislfokksins og Lilja Alfreðsdóttir þingkona Framsóknarflokksins í seinni hluta þáttarins.

Brynjar útskýrði afstöðu sína til jafnlaunavottunarinnar:

Í fyrsta lagi þurfum við að vita hvort að vandinn sé til staðar. Svo er spurningin sú, hvað þurfum við að fara í íþyngjandi aðgerð til þess að leysa þennan vanda. Menn þurfa að nálgast það strax þannig. Mín pólitík er þannig að ríkisvaldið eigi ekki að vera með mikil inngrip nema nauðsyn krefji. Í lögum er bannað að mismuna fólki, það er bara í lögum. Ríkisvaldið er ekki með puttana inni á heimilunum eða inni í fyrirtækjunum til að fylgjast með því hvort menn séu að brjóta lögin eða ekki. Þessi hugsun endar ekkert á jafnlaunavottuninni, – svo heldur hún alltaf áfram. Það er þessi mikla stjórnlyndisþörf í stjórnmálunum.

Björn Ingi benti þá á að jafnlaunavottunin hefði verið sett í stjórnmálasáttmálann. Brynjar sagðist vita það og þess vegna hefðu sumir stjórnarþingmenn sett fyrirvara við þetta ákvæði. Það væri ekki meirihluti fyrir þessu hjá ríkisstjórnarmeirihlutanum á þingi. Björn Ingi spurði:

Ertu að segja mér að einstakir þingmenn, jafnvel þú, hafi sett fyrirvara við þetta mál strax þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins?

Brynjar staðfesti þetta.

Já, já. Óli Björn [Kárason] gerði það líka held ég…það hefur legið fyrir frá upphafi að við vorum ósáttir við þetta.

Hér má sjá þann hluta þáttarins þar sem Brynjar og Lilja voru í samtali við Björn Inga:

https://vimeo.com/204425640

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti