fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Getur Tsipras myndað ríkisstjórn?

Egill Helgason
Laugardaginn 24. janúar 2015 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgundagurinn mun leiða í ljós hvort Alexis Tsipras, leiðtogi vinstra bandalagsins Syriza, verður forsætisráðherra Grikklands.

Það verða stórtíðindi. Síðan herforingjastjórnin féll 1974 hafa allir forsætisráðherrar landsins verið úr annað hvort hægri flokknum Nea Demokratia eða jafnaðarmannaflokknum Pasok, nema einstaka bráðabirgðamenn.

Þessir flokkar tókust á um völdin og milli þeirra var mikil óvild. Nú er það svo að talsverður hópur fyrrverandi Pasok-liða kýs Nea Demokratia, og eitthvað er um að fyrrverandi kjósendur Nea Demokratia ætli að greiða Syriza atkvæði sitt.

Pasok er eiginlega búinn að vera sem stjórnmálaflokkur, mælist með um 5 prósent, Nea Demokratia er flokkur forsætisráðherrans Samaras. Hann fær líklega í kringum 30 prósent í kosningunum á morgun.

Syriza hefur verið að auka forskot sitt í skoðanakönnunum, hefur farið upp í 37 prósent. Til að ná hreinum meirihluta þarf meira en 38 prósent – skýringin á því er flokkurinn sem fær flest atkvæði hlýtur 50 þingmenn að launum.

Það þykir þó ólíklegt að Syriza nái því marki. Þá þarf flokkurinn að semja við einhverja minni flokka um stjórnarmyndun. Þetta gæti verið erfitt. Samstarf milli Syriza og Pasok þykir ólíklegt. Þá kemur til greina Potami, miðjuflokkur  semvill ekki gera neitt sem gæti stofnað samstarfinu við Evrópusambandið í hættu. Þriðji möguleikinn er Anel, flokkur sem er mikið á móti aðhaldstefnu undanfarinna ára, en er í leiðinni á móti innflytjendum og fjölmenningu.

Vissulega er líka möguleiki á að Syriza geti kallað til KKE. Það er gamli kommúnistaflokkurinn, allt frá tíma bolsévíka, harðlínuflokkur, illa þokkaður, og eitt af slagorðum hans hefur verið: Látið ekki Syriza plata ykkur. Þetta er ekki líklegt.

Alexis Tsipras segist ætla að semja um ný skuldakjör fyrir Grikki ekki síðar en í sumar. Það gæti verið ærið verk. Frá Berlín og Brussel hafa komið skilaboð um að slíkt komi ekki til greina. Líklegt er að flokkurinn þurfi að glíma við fjandsamlega auðstétt, tortryggið embættismannakerfi og neikvæða fjölmiðla. Þetta gæti reynt mjög á flokkinn sem er lauslegt bandalag ýmissa hópa, alveg frá sósíaldemókrötum yfir í græningja og trotskíista. Því fer fjarri að stuðningsmenn flokksins séu á einu máli í Evrópumálum. Sjálfur segir Tsipras að hann geti gert málamiðlanir.

Það eru semsagt mörg vítin að varast fyrir Tsipras. Hann getur orðið viti í baráttunni gegn hinni þröngu aðhaldsstefnu Evrópusambandsins, Þýskalands og Angelu Merkel, en það er líka mögulegt að honum mistakist, missi tiltrú kjósenda, og að brátt þurfi að kjósa upp á nýtt í Grikklandi. Víst er að innan valdakjarna Evrópusambandsins og gömlu stjórnarflokkanna í Grikklandi munu menn gráta það þurrum tárum.

1707571421-594x350

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?